Banna prestum að misnota fullorðna Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2021 13:08 Biskuparnir Filippo Iannone (t.h.) og Juan Ignacio Arrieta Ochoa de Chinchetru kynntu breytingarnar á lögum kaþólsku kirkjunnar í dag. AP/Andrew Medichini Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar. Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Lagabreytingarnar, sem eru þær umfangsmestu í fjóra áratugi, hafa verið fjórtán ár í vinnslu en Páfagarður greindi frá þeim í dag. Í hegningarlagahlut kirkjulaganna eru nú tekin af tvímæli um að fullorðið fólk geti verið fórnarlömb kynferðisofbeldis presta ef þeir misnota vald sitt yfir því. Hægt verður að svipta presta hempunni en þeir nota ofbeldi, hótanir eða misbeita valdi sínu til þess að fá sínu fram kynferðislega gegn einstkalingum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Fram að þessu hefur kaþólska kirkjan talið kynferðislegt samband prests við fullorðna manneskju synd en að fullorðinn einstaklingur geti aldurs síns vegna hafnað samþykki fyrir því. Þá er það nú glæpur gegn kirkjulögum að prestar tæli til sín börn eða viðkvæma fullorðna einstaklinga til að þvinga þá til að taka þátt í kynferðislegu athæfi. AP-fréttastofan segir að þetta sé í fyrsta skipti sem kaþólska kirkjan geri þekkta aðferð kynferðisbrotamanna til að nálgast fórnarlömb sín ólöglega. Breytingarnar eiga einnig að gera biskupum og öðrum kirkjuleiðtogum erfiðara fyrir að hylma yfir kynferðisbrot innan kirkjunnar eins og mörg dæmi eru um víða um heim. Nú verður hægt að sækja þá til saka sýni þeir af sér „saknæma vanrækslu“ eða tilkynni þeir ekki brot til kirkjuyfirvalda. Það verður þó ekki saknæmt að tilkynna brot ekki til lögreglu. Konur sjálfkrafa bannfærðar reyni þær að fá vígslu Af öðrum breytingum á kirkjulögunum má nefna að skerpt var á ákvæði sem bannar að konur séu vígðar til prests. Með breytingunum er bæði kona og sá sem reynir að vígja hana til prests sjálfkrafa bannfærð. Presturinn á jafnframt á hættu að vera sviptur hempunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kate McElwee, framkvæmdastjóri Vígsluráðs kvenna, segir þessa breytingu kirkjunnar ekki koma á óvart en að hún sé sársaukafull áminning um „feðraveldisvél“ Páfagarðs og umfangsmiklar tilraunir hans til þess að undiroka konur. Ný ákvæði um fjárglæpi er einnig að finna í kirkjulögunum en kaþólska kirkjan hefur gengið í gegnum nokkur fjármálahneyksli á undanförnum árum. Er nú fjallað í lögunum um fjárdrátt úr sjóðum kirkjunnar og vanrækslu í umsjón með fjármunum og eignum hennar.
Trúmál Páfagarður Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Tengdar fréttir Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42 Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00 Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40 Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Prestar í uppreisn gegn Páfagarði Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær. 16. mars 2021 16:42
Mikil pressa á kaþólsku kirkjunni Á annað hundrað valdamikilla biskupa mætir til fundar hjá páfa í dag um kynferðisofbeldiskrísu kaþólsku kirkjunnar. Fundurinn er sá fyrsti sinnar tegundar. Efasemdir um að vel takist til. Kardinálar kenna samkynhneigð um krísuna. 21. febrúar 2019 07:00
Páfi viðurkennir að prestar níðist á nunnum Ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á nunnum hafa verið á kreiki undanfarin ár en þetta er talið í fyrsta skipti sem páfi gengst við þeim opinberlega. 6. febrúar 2019 10:40
Einn valdamesti maður kaþólsku kirkjunnar sakfelldur vegna kynferðisbrota Dómsmálið gegn áströlskum kardinála fer fram með leynd því dómstóllinn lagði lögbann við fréttaflutningi af því. 13. desember 2018 07:34