Geimstöðin varð fyrir geimrusli Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 22:53 Gatið á einangrun Canadaarm2 er um hálfur sentímetri að breidd. NASA/CSA Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða.
Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23
Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00
Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15