Ævintýri Velhringlanda Jón Steindór Valdimarsson skrifar 2. júní 2021 07:30 Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Húsnæðismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Til er ævintýri af Velvakanda og bræðrum hans, Velhaldanda, Velhöggvanda, Velsporrekjanda, og þeim fimmta Velbergklifranda. Fengu þeir allir nöfn sín að launum frá þyrstri kerlingu, sem þeir gáfu að drekka. Kerlingin sagði að renta fylgdi nafni. Fór svo eins og í öllum góðum ævintýrum að bræðurnir leystu þrautir og hver fékk sína kóngsdóttur að launum og allir undu vel við sitt. Víkur þá sögunni til nútímans. Kerlingin er enn á ferðinni og orðin þyrst að nýju. Verður þá ríkisstjórnin á vegi hennar og beiðir hún vatns. Ríkisstjórnin tekur vel í bón kerlingar og gefur henni að drekka. Sem fyrr vill kerlingin launa greiðann gefur stjórninni nafnið Velhringlandi með sömu ummælum um að renta fylgi nafni. Nú bregður hins vegar svo við að ævintýri ríkisstjórnarinnar endar ekki vel enda nafnið ekki eins ígrundað hjá kerlingunni eins og hjá Velvakanda og bræðrum hans. Margt mætti nefna þessu til sönnunar. Hér verður látið sitja við að nefna fasteignamarkaðinn og ungt fólk. Þar hefur Velhringlandi látið hendur standa fram úr ermum. Einn daginn eru kynnt til sögunnar úrræði til þess að hvetja fólk til fasteignakaupa, einkum ungt fólk. Það er hvatt til þess að nýta séreignasparnað sinn með skattahlunnindum, lánshlutföll eru hækkuð og hlutdeildarlán veitt. Allt verður þetta auðvitað til þess að ungt fólk hugsar sér til hreyfings og byrjar að fjárfesta og stofna til skulda. Blasa ætti við að eftirspurn og samkeppni um eignir vex og það verður raunin. Vextir hafa alltaf verið hærri á Íslandi en Evrópulöndum. Vextir af fasteignalánum eru þar engin undantekning. Öll greiðum við það sem kallað er Íslandsálagið sem íslenska krónan orsakar. Af ástæðum sem okkur eru kunnar snarlækkuðu vextir um allan heim. Líka hér á landi. Auðvitað fögnuðu allir langþráðri vaxtalækkun en það varð til þess að eftirspurn eftir fasteignum rauk enn upp. Markaðurinn ræður ekki við hana vegna þess að framboð annar alls ekki eftirspurn og fasteignir hækka í verði. Ungt fólk skuldsetur sig upp í rjáfur því það vill ekki missa af lestinni og vonar það besta. Það er ekki eins og það sem á undan sé rakið sé tæmandi um vandræðin á fasteignamarkaðnum. Hið óumflýjanlega gerist að Seðlabankinn hækkar vextir að nýju og þar með eykst skulda- og vaxtabyrði af fasteignalánum. Vandræði ungs fólks aukast og enn eru boðaðar vaxtahækkanir. Og ekki nóg með það. Nú liggur fyrir frumvarp um að Seðlabankanum verði heimilt að stjórna lánshlutföllum til húsnæðiskaupa til að hemja markaðinn enn frekar. Þessar sífelldu breytingar og stefnuleysi ýta undir misskiptingu. Ef þú ert heppinn og kaupir á réttum tíma þá er þér borgið, ef ekki þá ertu annað hvort fastur á leigumarkaði eða neyðist til að kaupa á mun óhagstæðari kjörum en öðrum á sama markaði buðust eða munu bjóðast. Allt ber þetta að sama brunni. Fasteignakaup eru áhættufjárfesting í fasteignahringekju Velhringlanda, þar sem öllu skiptir hvenær maður stekkur á og gæta verður þess vel að þeytast ekki af. Velhringlanda hefur ekki tekist vel upp. Hætt er við að margir muni súpa seyðið af nafngift kerlingar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun