Teitur Örlygs mætti himinlifandi á háborðið og ræddi stórfrétt kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2021 10:30 Teitur Örlygsson var mjög sáttur með fréttir gærkvöldsins eins og sjá má þegar hann mætti í Domino's Körfuboltakvöld eftir leikinn. S2 Sport Keflvíkingar komust í 1-0 á móti KR í undanúrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi en nágrannar þeirra og erkifjendur úr Njarðvík stálu svolítið sviðsljósinu með því að tilkynna um nýjan þriggja ára samning sinn við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson. Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira
Teitur Örlygsson lýsti leik Keflavíkur og KR með Ríkharð Guðnasyni í gærkvöldi en eftir leikinn mætti hann á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi til að ræða málin sem nýkjörinn stjórnarmaður í Körfuknattleiksdeild UMFN. „Talandi um Teit. Hann er sestur í settið hjá okkur. Njarðvíkingur og þið eruð búnir að landa Hauki Helga,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino's Körfuboltakvölds. „Já, já. Ég fékk þessar fréttir rétt fyrir leik,“ sagði Teitur Örlygsson og fékk svolítið kómísk viðbrögð frá sérfræðingunum. „Já kom þetta ekki alveg gjörsamlega flatt upp á þig,“ skaut Hermann Hauksson á Teit sem svaraði léttur: „Ég átti bágt með mig á fyrstu mínútunum,“ sagði Teitur en hélt svo áfram. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Haukur Helgi búinn að semja við Njarðvík „Grínlaus þá eru þetta frábærar fréttir fyrir alla Njarðvíkinga. Það er mikil gleði í okkar herbúðum. Við viljum vera á þessu sviði í úrslitakeppninni sem tókst ekki núna. Að fá Hauk Helga er frábært fyrir félagið á allan hátt. Hann þekkir okkur og við þekkjum hann. Af góðu einu því hann er frábær fulltrúi íþróttaliðs eins og við þekkjum allir. Heill og góður innan og utan vallar. Fyrirmynd fyrir unga krakka. Manneskjan sem við viljum fá í félagið okkar,“ sagði Teitur. „Svo skemmir ekkert fyrir að hann er alveg ágætur í körfubolta líka,“ sagði Teitur. Sérfræðingarnir ræddu síðan það að Haukur Helgi Pálsson sé að koma heim núna þegar hann er með flott hlutverk hjá liði í sterkustu landsdeildinni í Evrópu. „Eins frábær og hann er búinn að vera þann tíma sem hann hefur verið heill þarna úti. Það er rosalega erfitt þegar þú ert að meiðast oft á þessu hæsta stigi. Þá ferðu aftast í goggunarröðina hjá þjálfurunum og ert alltaf að vinna þig frá byrjunarpunkti og upp. Það tekur eðlilega á andlega og líkamlega. Ég skil þessa ákvörðun ágætlega en ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá hann halda áfram í bestu deild í Evrópu,“ sagði Hermann Hauksson. „Fyrir okkur hérna heima, þennan þátt, þessa deild og fyrir körfuboltaðdáendur þá er þetta eina besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma,“ sagði Hermann. Það má heyra alla umfjöllunina um Hauk Helga Pálsson og sjá heimsókn Teits Örlygssonar í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Körfuboltakvöld Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Eins og draumur að rætast“ Handbolti Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Sjá meira