Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 11:38 Í evrópsku skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna. Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent. Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent.
Heilbrigðismál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira