Helmingur alvarlegra tilvika felur í sér aðgerðir á röngum sjúkling eða líkamspart Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2021 12:32 Í skýrslu HSIB segir mikilvægt að grípa til aðgerða, ekki síst í ljósi þess að aðgerðum á dagdeildasjúklingum hefur fjölgað mikið. Kona gekkst undir leghálsspeglun á spítala, þegar hún var í raun og veru mætt til að láta kanna hvort hún væri hepplegur kandídat til að gangast undir ákveðna frjósemismeðferð. Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá. Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Mál konunnar er eitt 472 alvarlegra atvika í tengslum við aðgerðir á dagdeildarsjúklingum sem skráð voru innan bresku heilbrigðisþjónustunnar árin 2019 og 2020. Eftirlitsstofnunin HSIB segir atvik af þessu tagi geta leitt til líkamlegs og sálræns skaða. Samkvæmt skýrslu HSIB er í um helmingi tilvika um að ræða atvik þar sem ruglast er á sjúklingum eða aðgerð gerð á röngum líkamshluta, til dæmis röngum útlim, auga eða tönn. Í skýrslunni segir að grípa þurfi til aðgerða til að koma í veg fyrir að aðgerðir séu gerðar á röngum sjúkling eða líkamshluta, meðal annars með því að taka upp nýtt fyrirkomulag þegar sjúklingar eru kallaðir upp á biðstofum. Uppgötvaðist ekki fyrr en sjúklingurinn var farinn Atvikið sem nefnt hér að ofan varðar einmitt rugling sem varð á biðstofu. Þar mættu tveir sjúklingar á sama tíma, en annar átti tíma í leghálsspeglun en hinn í frjósemisrannsókn. Þegar kom að fyrri sjúklingnum kallaði hjúkrunarfræðingur nafn viðkomandi tvisvar upp en aðeins fornafnið í þriðja sinn. Það var keimlíkt eftirnafni síðarnefnda sjúklingsins, sem hélt að það væri verið að kalla á sig og gaf sig fram. Samkvæmt skýrslunni átti sjúklingurinn erfitt með að skilja hreim hjúkrunarfræðingsins en sagðist engu að síður hafa endurtekið nafið sitt við hann til að tryggja að það væri örugglega verið að kalla á sig. Hjúkrunarfræðingurinn virðist ekki heldur hafa skilið sjúklinginn, þar sem hann beindi konunni beint inn til læknisins, sem virðist ekki hafa spurt sjúklinginn að nafni áður en hann framkvæmdi leghálsspeglunina. Samskiptin virðast raunar hafa gengið einstaklega erfiðlega þennan daginn, þar sem það uppgötvaðist ekki fyrr en konan var farin að um mistök væru að ræða og að röng rannsókn hefði verið framkvæmd á henni. Talsmaður NHS segir atvik af þessu tagi afar fátíð og þau séu í skoðun. Guardian greindi frá.
Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira