Sex hópar verið dregnir og boðaðir í bólusetningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 15:57 Á bólusetningardögum hefur verið þétt setið inni í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Nú hafa alls sex hópar af sextíu verið boðaðir til bólusetningar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Réttur þeirra sem fá boðun samkvæmt handahófskennda kerfinu helst áfram, þótt það komist ekki á tilsettum boðunartíma. Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við fréttastofu. Nú hafa karlar fæddir 1999, 1987 og 1978 verið dregnir til boðunar í bólusetningu og konur fæddar 1996, 1983 og 1982 og gildir þetta fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þessir hópar eiga að hafa fengið boð í bólusetningu, en Ragnheiður segir rétt fólks til að mæta í bólusetningu ekki falla niður þó það komist ekki um leið og boðað er, líkt og einhverjir hafa haft áhyggjur af. „Þú átt þinn rétt, hann helst og þú átt alltaf rétt á að koma til okkar í bólusetningu þegar þér hentar,“ segir Ragnheiður. Það er þó auðvitað með þeim fyrirvara að verið sé að bólusetja þann daginn, með því bóluefni sem viðkomandi hefur verið boðaður í bólusetningu með. Bólusett var á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag. Þá bendir Ragnheiður á að mikilvægt sé að fólk virði boðaðan tíma eins og mögulegt er, en það geti eins og áður sagði mætt á öðrum tíma komist það með engu móti á þeim tíma sem það er boðað. Ragnheiður segir þá að bólusetning þeirra forgangshópa sem eftir stóðu sé vel á veg komin. Búið sé að „kasta út síðasta netinu“ til hópa númer sex og sjö, það er að segja síðasta boðun hafi verið send út. Í þeim hópum er fólk sextíu ára og eldri annars vegar og einstaklingar með undirliggjandi langvinna sjúkdóma hins vegar. Ragnheiður Ósk hefur séð um að draga um hvaða hópar fá næstir boðun í bólusetningu.Vísir/Vilhelm Bólusetning hóps númer átta, starfsfólks leik- grunn og framhaldsskóla sé þá háð því afhendingu á bóluefni Janssen, sem sóttvarnalæknir hefur mælt með að sá hópur verði bólusettur með. „Við höfum bara fengið svo lítið af Janssen að við höfum ekki náð að klára þessa hópa,“ segir Ragnheiður.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira