Fótbolti

Fyrrum sam­herji Eiðs Smára segir Arteta mistök

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mikel Arteta gerði ekki góða hluti á sinni fyrstu heilu leiktíð með Arsenal.
Mikel Arteta gerði ekki góða hluti á sinni fyrstu heilu leiktíð með Arsenal. EPA-EFE/NEIL HALL

William Gallas, fyrrum leikmaður meðal annars Arsenal og Chelsea, segir Arsenal hafa gert mistök með að ráða Mikel Arteta til félagsins árið 2019.

Sá spænski fékk starfið eftir að Unai Emery var rekinn og hann endaði á því að vinna enska bikarinn á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.

Á sínu fyrsta heila tímabili með félaginu endaði Arsenal hins vegar í áttunda sætinu og missti af Evrópusæti. Þeir duttu svo út í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

„Mikel Arteta var ekki tilbúinn að þjálfa lið eins og Arsenal. Hann var fínn aðstoðarþjálfari en hann hafði aldrei þjálfað lið svo þetta er allt annað,“ sagði Gallas.

„Stjórnin gerði mistök með að ráða hann. Ég er viss um að hann verði frábær stjóri en þú verður að vera með reynslu til að þjálfa svona stórt félag.“

„Til þess að vera hreinskilinn er það skandall að Arsenal lendi í áttunda sætinu. Þetta er ekki sama Arsenal-lið og það var fyrir tuttugu árum,“ bætti Gallas við.

Gallas kom til Arsenal árið 2006 og lék með liðinu til ársins 2010 en þar áður lék hann með Chelsea þar sem hann varð Englandsmeistari í tvígang með Eiði Smára Guðjohnsen.

Gallas hélt áfram að leika með Lundúnarliðum eftir tímann hjá Arsenal en hann gekk í raðir Tottenham árið 2010.a




Fleiri fréttir

Sjá meira


×