Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 21:00 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk gegn FH, þar á meðal jöfnunarmarkið dýrmæta. vísir/vilhelm Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
„Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira