Fyrsta skemmtiferðaskipið frá upphafi faraldursins leggur að bryggju í Feneyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2021 21:38 Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja. EPA-EFE/ANDREA MEROLA Fyrsta skemmtiferðaskipið hefur lagt að bryggju í Feneyjum frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á, þrátt fyrir að slík skip megi ekki koma nálægt miðborg Feneyja. Um 650 farþegar munu ganga um borð á laugardag áður en skipið, MSC Orchestra, leggur af stað í siglingu um Miðjarðarhafið. Allir farþeganna þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19 áður en þeir ganga um borð. Umhverfisaðgerðasinnar hafa skipulagt mótmæli vegna komu skipsins. Þeir telja hættu á að skipin risavöxnu eyði upp grunni borgarinnar sögulegu. Þá hafa andstæðingar þeirra skipulagt andstöðumótmæli og segjast fagna komu ferðamanna. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um neikvæð áhrif skemmtiferðaskipa á umhverfi Feneyja. Margir telja að skipin stuðli að hækkun sjávarmáls í borginni, eða öllu heldur að borgin lækki. Ýmsir heimsþekktir einstaklingar, þar á meðal Mick Jagger og Francis Ford Coppola, hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að öllum stórum skipum verði bannað að leggja að bryggju í Feneyjum. Alls eru sautján mánuðir frá því að síðasta skemmtiferðaskip kom til Feneyja. Þá eru rétt tæp tvö ár liðin frá því að skemmtiferðaskipið MSC Opera sigldi á eina af bryggjum Feneyja. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Borgarstjóri Feneyja vill sekta ferðamenn sem sitja aðgerðalausir á götunni Luigi Brugnaro segist vilja herða reglur til að draga úr straumi ferðamanna til borgarinnar enn frekar. 20. september 2018 23:30 Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. 18. nóvember 2019 06:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Um 650 farþegar munu ganga um borð á laugardag áður en skipið, MSC Orchestra, leggur af stað í siglingu um Miðjarðarhafið. Allir farþeganna þurfa að sýna fram á að þeir séu ekki smitaðir af Covid-19 áður en þeir ganga um borð. Umhverfisaðgerðasinnar hafa skipulagt mótmæli vegna komu skipsins. Þeir telja hættu á að skipin risavöxnu eyði upp grunni borgarinnar sögulegu. Þá hafa andstæðingar þeirra skipulagt andstöðumótmæli og segjast fagna komu ferðamanna. Lengi hafa verið uppi áhyggjur um neikvæð áhrif skemmtiferðaskipa á umhverfi Feneyja. Margir telja að skipin stuðli að hækkun sjávarmáls í borginni, eða öllu heldur að borgin lækki. Ýmsir heimsþekktir einstaklingar, þar á meðal Mick Jagger og Francis Ford Coppola, hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að öllum stórum skipum verði bannað að leggja að bryggju í Feneyjum. Alls eru sautján mánuðir frá því að síðasta skemmtiferðaskip kom til Feneyja. Þá eru rétt tæp tvö ár liðin frá því að skemmtiferðaskipið MSC Opera sigldi á eina af bryggjum Feneyja.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45 Borgarstjóri Feneyja vill sekta ferðamenn sem sitja aðgerðalausir á götunni Luigi Brugnaro segist vilja herða reglur til að draga úr straumi ferðamanna til borgarinnar enn frekar. 20. september 2018 23:30 Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. 18. nóvember 2019 06:15 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Útiloka stór skemmtiferðaskip frá vissum stöðum í Feneyjum Ítölsk stjórnvöld ætla að banna skemmtiferðaskipum yfir eitt þúsund tonn að sigla um elsta hluta Feneyja. Bannið sem tekur gildi í september er sett í kjölfar slyss er risaskemmtiferðaskip rakst á bryggju. 10. ágúst 2019 07:45
Borgarstjóri Feneyja vill sekta ferðamenn sem sitja aðgerðalausir á götunni Luigi Brugnaro segist vilja herða reglur til að draga úr straumi ferðamanna til borgarinnar enn frekar. 20. september 2018 23:30
Enn flæðir vatn um allt í Feneyjum Slíkur er elgurinn að búist var við því í gær að vatnsborð myndi hækka um meira en einn og hálfan metra og færa yfirborð hins kunna Markúsartorgs í kaf. 18. nóvember 2019 06:15