Það vakti mikla athygli þegar Naomi Osaka, sem situr í 2. sæti heimslistans, ákvað að taka ekki þátt í blaðamannafundum fyrir Opna franska meistaramótið. Að mæta á blaðamannafundi er skylda keppenda og hótuðu mótshaldarar að sekta Osaka fyrir athæfið.
Í kjölfarið dró hún sig úr keppni.
Hin 23 ára gamla Osaka opnaði sig í kjölfarið á Twitter-síðu sinni um mikinn kvíða sem hún glímir við sem og þunglyndi.
Osaka segist hafa glímt við þunglyndi síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið 2018 og hún sé með félagskvíða. Það reynist henni því erfitt að mæta á blaðamannafundi og taka til máls á þeim.
— NaomiOsaka (@naomiosaka) May 31, 2021
Osaka var ekki ein um að draga sig úr keppni en Petru Kvitova tókst að meiðast á ökkla er hún féll er hún var að yfirgefa blaðamannafund eftir sigur sinn í 2. umferð mótsins.
Nú hefur enn og aftur borið til tíðinda í máli Osaka en eigendur smáforritsins Calm hafa boðist til að borga sektina hennar sem og allra þeirra keppenda sem fara að fordæmi hennar.
Um er að ræða smáforrit sem snýr að því að hjálpa fólki að ná djúpsvefni, slaka á og hugleiða.
But this is bigger than any individual player.
— Calm (@calm) June 2, 2021
Calm will also pay the fine for players opting out of 2021 Grand Slam media appearances for mental health reasons, and we will match the fine with a $15,000 donation to @LaureusSport.#MentalHealthIsHealth