„Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2021 12:30 Styrmir Snær Þrastarson er ekki búinn að halda upp á tvítugsafmælið sitt en var með 20 stig og 11 fráköst á erfiðum útivelli í gær. S2 Sport Styrmir Snær Þrastarson mætti á háborðið til þeirra Kjartan Atla Kjartanssonar, Teits Örlygssonar og Benedikts Guðmundssonar eftir sigur Þórs í öðrum leik undanúrslitaeinvígisins á móti Stjörnunni. Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Styrmir Snær var frábær í leiknum, skoraði 20 stig, var með 11 fráköst og tók af skarið á mikilvægum tímapunktum. Hann skoraði meðal annars fimm fyrstu stig Þórs í leiknum eftir að ekkert gekk að skora í byrjun og setti síðan niður risastór víti á lokasekúndunum. „Ég var að segja við hann Styrmi þegar við vorum í auglýsingahléinu að þegar lið eru með bakið upp við vegg þá mæta A-landsliðsmenn og eru stiga- og frákastahæstir í sínum liðum,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum sínum til Teits Örlygssonar. S2 Sport „Þetta er allt nýtt fyrir Styrmi því þetta er fyrsta úrslitakeppnin hans. Hann var frábær,“ sagði Teitur en hvernig var dagurinn hjá þessum unga leikmanni. „Ég vaknaði og fór í vinnuna. Ég kom heim í hádeginu og lagði mig. Svo fór ég að gera teygjuæfingar og alls konar æfingar til að hita mig upp. Svo borða ég klukkutíma fyrir leik og fer svo upp í hús til að spila körfubolta með strákunum,“ sagði Styrmir Snær Þrastarson um það hvernig leikdagurinn er hjá honum. „Okkur finnst við vera með betra lið. Það er kannski meiri pressa á okkur heldur en þeim. Við elskum að fá pressu á bakið af því að við spilum best undir pressu,“ sagði Styrmir Snær. Hann fékk oft tíma og pláss til að skjóta á körfuna í gær og nýtt það með því að setja niður þrjú þriggja stiga skot. „Ég er búinn að vera æfa skotin eftir Keflavíkurleikinn í seinni umferðinni. Þeir voru fyrstir til að gefa mér skotið. Þetta er eitthvað sem ég þarf að þróa í mínum leik. Það gengur svona ágætlega,“ sagði Styrmir Snær. Styrmir Snær var líka spurður út í það þegar Ísak Ernir Kristinsson gaf honum tæknivillur í seinni hálfleik. Flestir voru á því að Styrmir hafi þá átt að fá villu en dómararnir dæmdu ekkert. Styrmir sló í gólfið og fékk tæknivillu. „Mér fannst ég eiga skilið villuna. Ég þarf að halda haus og á ekki að vera ögra dómaranum svona,“ sagði Styrmir Snær en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Styrmir settist á háborðið eftir leik
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira