Biden gefur eftir gagnvart öldungadeildinni Árni Sæberg skrifar 4. júní 2021 13:00 Joe Biden lofaði miklum fyrirtækjaskattahækkunum í kosningabaráttu sinni. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur neyðst til að draga nokkuð úr áformum sínum um hækkun fyrirtækjaskatts og fjárveitingu í innviðauppbyggingu. Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Eitt helsta kosningaloforð Joes Biden, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra, var að veita rúmlega tveimur billjónum (e. trillion) dollara til innviðauppbyggingar. Eyðslu þessa lofaði hann að fjármagna að mestu leyti með hækkun fyrirtækjaskatta. Fyrirtækjaskattur í Bandaríkjunum er 21 prósent en Biden hugðist hækka hann upp í 28%. Flestum var ljóst að Biden yrði ekki auðvelt að ná þessum markmiðum sínum þar sem Repúblikanar eiga helming almennra sæta í deildinni. Nú hafa samningaviðræður forsetans og þingmanna Repúblikanaflokksins hafist. Biden viljugur til málamiðlunar Repúblikanar eru ekki þekktir fyrir vilja sinn til skattahækkana og því hefur Biden þurft að falla frá áformum sínum þess efnis. Í stað hækkunar fyrirtækjaskatts verður settur á 15 prósent lágmarksskattur á fyrirtæki. Nokkuð hefur borið á því að bandarísk stórfyrirtæki borgi ekki einn einasta dollara í skatt af gríðarlegum tekjum. Því ætti lágmarksskattur að koma að góðum notum. Repúblikanar eru ekki heldur á þeim buxunum að samþykkja tveggja billjóna dollara innviðafjárfestingu. Biden hefur því mætt þeim í miðjunni og mun einni billjón dollara vera varið í innviði á næstu átta árum. Helstu verkefni verða viðhald vegakerfisins og einangrun húsa. Biden telur einangrun húsa mikilvægt skref í baráttunni við loftlagsvána. „Hann (Biden) leggur sig persónulega fram, er viljugur til málamiðlunar, ver tíma með öldungadeildarþingmönnum, jafnt Demókrötum sem Repúblikönum, til að komast að því hvað er mögulegt,“ er haft eftir Ginu Raimondo, viðskiptamálaráðherra Bandaríkjanna. Þá segir hún það eina sem Biden sætti sig ekki við sé aðgerðaleysi. Uppfært klukkan 15:50: Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var sagt að Repúblikanar hefðu meirhluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira