6 dagar í EM: Þjóðverjar eina þjóðin í undanúrslitum þriggja síðustu EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2021 12:01 Thomas Müller var með þýska landsliðinu í síðustu tveimur undanúrslitaleikjum á EM og er komið aftur inn í landsliðið fyrir Evrópumótið í sumar. EPA/PETER POWELL Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Þýska landsliðið hefur komist alla leið í undanúrslit á síðustu þremur Evrópumótum en hafa ekki unnið Evrópumeistaratitilinn á þessari öld. Það er bara ein þjóð sem á möguleika að komast í undanúrslit á fjórða Evrópumótinu í röð og það er Þýskaland. Þjóðverjar hafa tapað undanúrslitaleiknum á síðustu tveimur mótum og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn á EM 2008. Þjóðverjar hafa því verið að komast langt á síðustu Evrópumótum en þeir hafa ekki farið alla leið síðan á EM í Englandi 1996 eða fyrir aldarfjórðungi síðan. Það mætti því halda að þýska þjóðin sé farin að lengja í Evrópugull. #EURO2020 preparations Who'll be Germany's stand-out star? pic.twitter.com/cDVT0FIDvy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Þýskalandi tapaði 2-1 fyrir Ítölum í undanúrslitaleiknum 2012 þar sem Mario Balotelli skoraði tvívegis fyrir Ítala í fyrri hálfleiknum. Í síðustu keppni tapaði þýska landsliðið síðan 2-0 fyrir gestgjöfum Frakka þar sem Antoine Griezmann skoraði fyrri markið úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og bætti svo við öðru marki í þeim síðari. Á EM 2008 unnu Þjóðverjar 3-2 sigur á Tyrkjum í undanúrslitaleiknum þar sem Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en þýska liðið varð síðan að sætta sig við 1-0 tap á móti Spáni í úrslitaleiknum. Fernando Torres skorað eina mark leiksins á 33. mínútu. Andreas Möller at EURO 1996!Germany got the better of England with a shoot-out win to reach a second successive EURO final.#OTD | @DFB_Team pic.twitter.com/4uwm6TQoHL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 26, 2020 Það þarf því að fara alla götur aftur til sumarsins 2004 til að finna Evrópumót þar sem þýska landsliðið var ekki í undanúrslitum. Þjóðverjar komust reyndar ekki upp úr riðlinum á því móti þar sem liðið vann ekki leik og gerði tvö jafntefli. Tékkar og Hollendingar fóru áfram en eina tap Þjóðverjar kom í lokaleiknum á móti Tékkum þar sem sigur hefði fært þýska liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar eru að þessu sinni í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Íslandsbönunum í Ungverjalandi. Það verður því ekki auðvelt verkefni að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Það er bara ein þjóð sem á möguleika að komast í undanúrslit á fjórða Evrópumótinu í röð og það er Þýskaland. Þjóðverjar hafa tapað undanúrslitaleiknum á síðustu tveimur mótum og fóru síðan alla leið í úrslitaleikinn á EM 2008. Þjóðverjar hafa því verið að komast langt á síðustu Evrópumótum en þeir hafa ekki farið alla leið síðan á EM í Englandi 1996 eða fyrir aldarfjórðungi síðan. Það mætti því halda að þýska þjóðin sé farin að lengja í Evrópugull. #EURO2020 preparations Who'll be Germany's stand-out star? pic.twitter.com/cDVT0FIDvy— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 30, 2021 Þýskalandi tapaði 2-1 fyrir Ítölum í undanúrslitaleiknum 2012 þar sem Mario Balotelli skoraði tvívegis fyrir Ítala í fyrri hálfleiknum. Í síðustu keppni tapaði þýska landsliðið síðan 2-0 fyrir gestgjöfum Frakka þar sem Antoine Griezmann skoraði fyrri markið úr vítaspyrnu í uppbótatíma fyrri hálfleiks og bætti svo við öðru marki í þeim síðari. Á EM 2008 unnu Þjóðverjar 3-2 sigur á Tyrkjum í undanúrslitaleiknum þar sem Philipp Lahm skoraði sigurmarkið á 90. mínútu en þýska liðið varð síðan að sætta sig við 1-0 tap á móti Spáni í úrslitaleiknum. Fernando Torres skorað eina mark leiksins á 33. mínútu. Andreas Möller at EURO 1996!Germany got the better of England with a shoot-out win to reach a second successive EURO final.#OTD | @DFB_Team pic.twitter.com/4uwm6TQoHL— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 26, 2020 Það þarf því að fara alla götur aftur til sumarsins 2004 til að finna Evrópumót þar sem þýska landsliðið var ekki í undanúrslitum. Þjóðverjar komust reyndar ekki upp úr riðlinum á því móti þar sem liðið vann ekki leik og gerði tvö jafntefli. Tékkar og Hollendingar fóru áfram en eina tap Þjóðverjar kom í lokaleiknum á móti Tékkum þar sem sigur hefði fært þýska liðinu sæti í átta liða úrslitunum. Þjóðverjar eru að þessu sinni í riðli með heimsmeisturum Frakka, Evrópumeisturum Portúgala og Íslandsbönunum í Ungverjalandi. Það verður því ekki auðvelt verkefni að komast áfram í átta liða úrslitin. Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Þjóðir í undanúrslitum síðustu þriggja Evrópumóta 2008-2016: Þýskaland 3 sinnum Spánn 2 sinnum Portúgal 2 sinnum Frakkland 1 sinni Ítalía 1 sinni Tyrkland 1 sinni Wales 1 sinni Rússland 1 sinni
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
14 dagar í EM: Spánn hyggur á upprisu, Svíar spjara sig án Zlatans og Lewandowski fékk nýjan þjálfara í janúar Það má búast við spennandi baráttu um efstu tvö sætin í E-riðli á EM þar sem Spánverjar þykja þó sigurstranglegastir, þrátt fyrir vonbrigði á síðustu stórmótum. 28. maí 2021 12:00
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
18 dagar í EM: Tveir úrslitaleikir EM hafa unnist á „Gullmarki“ Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Það sem gerðist tvisvar getur aldrei gerst aftur á Evrópumótinu í knattspyrnu. 24. maí 2021 12:00