Leiddi með sex höggum er hann fékk að vita á 18. holunni að hann væri með kórónuveiruna Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2021 14:31 Rahm eftir að hafa fengið skilaboðin á 18. holunni. Ben Jared/Getty Jon Rahm hafði spilað frábærlega á The Memorial mótinu í gær en dagurinn endaði ekki vel því hann er með kórónuveiruna. Rahm byrjaði frábærlega í gær. Hann fór holu í höggi og var með sex högga forystu en það dró til tíðinda eftir hringinn. Eftir að hafa spilað átjándu holuna kom einn starfsmaður mótaraðarinnar til hans og greindi honum frá því að próf hans væri jákvætt. Rahm vann titilinn á síðustu leiktíð og var í góðri stöðu með að verja hann en það verður ekkert úr því, þar sem hann hefur, eðlilega, verið dreginn úr keppni. Hann hefur verið ansi öflugur að undanförnu og hefði getað verið sá fyrsti í tuttugu ár til að verja titilinn á þessu móti. Á heimasíðu PGA kemur fram að Rahm hafi farið í próf á hverjum einasta degi eftir að hann hefði verið í kringum einstakling sem hafi verið greindur með jákvætt próf. Nú þarf Rahm í tíu daga einangrun sem endar 15. júní og einungis degi síðar byrjar US Open á Torrey Pines. Surreal TV moment as six-stroke leader Jon Rahm learns he tested positive for COVID and Jim Nantz tries to make sense of it without knowing what Rahm's been told pic.twitter.com/WvD6LmAlxs— Timothy Burke (@bubbaprog) June 5, 2021 Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rahm byrjaði frábærlega í gær. Hann fór holu í höggi og var með sex högga forystu en það dró til tíðinda eftir hringinn. Eftir að hafa spilað átjándu holuna kom einn starfsmaður mótaraðarinnar til hans og greindi honum frá því að próf hans væri jákvætt. Rahm vann titilinn á síðustu leiktíð og var í góðri stöðu með að verja hann en það verður ekkert úr því, þar sem hann hefur, eðlilega, verið dreginn úr keppni. Hann hefur verið ansi öflugur að undanförnu og hefði getað verið sá fyrsti í tuttugu ár til að verja titilinn á þessu móti. Á heimasíðu PGA kemur fram að Rahm hafi farið í próf á hverjum einasta degi eftir að hann hefði verið í kringum einstakling sem hafi verið greindur með jákvætt próf. Nú þarf Rahm í tíu daga einangrun sem endar 15. júní og einungis degi síðar byrjar US Open á Torrey Pines. Surreal TV moment as six-stroke leader Jon Rahm learns he tested positive for COVID and Jim Nantz tries to make sense of it without knowing what Rahm's been told pic.twitter.com/WvD6LmAlxs— Timothy Burke (@bubbaprog) June 5, 2021 Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum fjórum keppnisdögunum á PGA-meistaramótinu á Stöð 2 Golf. Útsending hefst alltaf klukkan 20:00. Stöð 2 Golf er hluti af Sportpakkanum.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira