Lexi Thompson spilaði frábært golf í gær er hún spilaði á 66 höggum og er samanlagt á sjö höggum undir pari.
Yuka Saso er þó ekki langt undan því hún er samanlagt á sex höggum undir pari eftir hringina þrjá.
Í þriðja sætinu eru þær Megha Ganne og Jeoungeun Lee jafnar á þremur höggum undr pari.
Lokahringurinn fer fram í kvöld og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Golf.
Hefst útsending frá mótinu klukkan 17.00.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.