Fær erlendu leikmennina í mat, leyfir þeim að fara í heita pottinn og prjónar á þær peysur: „Eins og dætur mínar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2021 11:01 Murielle Tiernan er að spila sitt fjórða tímabil með Tindastól en það fyrsta í Pepsi Max deildinni. Hún kom fyrst þegar liðið var í 2. deildinni. Vísir/Sigurbjörn Andri Óskarsson Erlendu leikmennirnir á Sauðárkróki hafa verið þar í mörg ár og vilja ekkert fara. Það er kannski ekkert skrýtið eftir að Helena Ólafsdóttir fékk að vita meira um lífið hjá þeim í heimsókn sinni á Krókinn. Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Helena Ólafsdóttir heimsótti Sauðárkrók og fékk að vita meira um nýliðana í Tindastól sem eru í fyrsta sinn í efstu deild kvenna í sumar. Tindastólsliðið vann sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með því að vinna Lengjudeildina í fyrrasumar. Helena ræddi meðal annars við Helgu Eyjólfsdóttur sem er í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastól. Helena vildi fá vita meira um hennar starf. „Það er aðallega að hugsa um stelpurnar, að þeim líði vel og að undirbúa þær fyrir leiki og sjá til þess að umgjörðin sé fín. Svo er það að hugsa um erlendu leikmennina þegar þær eru hér. Við erum meira eða minna með þær inn á heimilunum hjá okkur og erum að sinna þeim,“ sagði Helga. „Ég held að þú sért nú aðeins að draga úr því sem þú gerir. Eru þær ekki mikið í mat hjá þér og að koma í pottinn og annað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Jú, þær koma heim til mín og eru í mat og fá að fara í heita pottinn og í kalda karið. Ég prjóna á þær peysur og þær eru orðnar eins og dætur mínar,“ sagði Helga. Murielle Tiernan er ein af þessum leikmönnum en hún hefur raðað inn mörkum á meðan Tindastólsliðið hefur farið upp um tvær deildir og þessi bandaríski framherji hefði örugglega geta komist að hjá liði í efstu deild. Hún valdi það hins vegar að vera áfram á Króknum og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með liðinu. Er Helga ástæðan fyrir því að þær eru enn á Króknum. „Jú, ætli það ekki bara,“ svaraði Helga hlæjandi. Allt innslagið frá heimsókn Helenu Ólafsdóttur má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Heimsókn Helenu á Sauðárkrók
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira