3 dagar í EM: Fimm þjóðir mæta taplausar til leiks á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2021 12:00 Christian Eriksen og félagar í danska landsliðinu fóru taplausir í gegnum undankeppni EM 2020. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ítalir og Belgar unnu alla leiki sína í undankeppninni en þrjár þjóðar töpuðu heldur ekki leik á leiðinni að tryggja sér farseðla á Evrópumótið. Fimm þjóðir í hópi þeirra 24 sem mæta til leiks á Evrópumótið í sumar hafa ekki enn kynnst því að tapa leik síðan að ferðalagið að EM alls staðar hófst í marsmánuði 2019. Ítalir og Belgar eru í sérflokki enda með fullt hús í undankeppninni en Spánn, Úkraína og Danmörk mæta líka öll taplaus í fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Official UEFA rankings heading into #EURO2020 1. Belgium 2. France 3. England 4. Portugal 5. Spain 6. Italy 7. Denmark 8. Germany 9. Switzerland 10. Croatia Let's get ready to rumble. pic.twitter.com/UuZOaW0V6m— Sporting Index (@sportingindex) June 8, 2021 Belgar unnu alla tíu leiki sína í I-riðli og markatalan var 40-3 eða 37 mörk í plús. Belgar unnu því leiki sína með 3,7 mörkum að meðaltali í leik. Rússar fóru líka áfram upp úr riðlinum og Skotar fóru í umspil þar sem þeim tókst að tryggja sig inn á EM. Ítalir unnu alla tíu leiki sína í J-riðli og markatalan var 37-4 eða 33 mörk í plús. Ítalir unnu því leiki sína með 3,3 mörkum að meðaltali í leik. Finnar fóru líka áfram úr riðlinum en Grikkir sátu eftir. Bosníumenn fóru í umspil en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Spánverjar unnu ekki alla tíu leiki sína í F-riðlinum en þeir töpuðu ekki. Átta sigrar og tvö jafntefli voru uppskeran hjá Spánverjum og þeir voru 26 mörk í plús, 31-5. Einu leikirnir sem Spánverjar unnu ekki voru 1-1 jafntefli við Norðmenn í Osló og 1-1 jafntefli við Svía á Vinavöllum í Solna. Svíar komust líka áfram upp úr riðlinum. Italy's last eight matches Italy 4-0 EstoniaItaly 2-0 PolandBosnia & Herzegovina 0-2 ItalyItaly 2-0 Northern IrelandBulgaria 0-2 ItalyLithuania 0-2 ItalyItaly 7-0 San MarinoItaly 4-0 Czech RepublicDon't sleep on them at Euro 2020 pic.twitter.com/iM0mOnwCJH— Goal (@goal) June 5, 2021 Úkraínumenn voru líka taplausir í B-riðli með sex sigra og tvö jafntefli. Markatala Úkraínumanna var 13 mörk í plús eða 17 mörk á móti 4 fengnum á sig. Portúgalar komust líka áfram upp úr riðlinum. Úkraínumenn gerðu jafntefli á útivelli á móti Portúgal og Serbíu en unnu alla aðra leiki. Fimmta taplausa liðið í undankeppni EM eru síðan Danir. Danska landsliðið vann reyndar bara fjóra af átta leikjum sínum en þeir gerðu jafntefli í hinum fjórum. Danir urðu í öðru sæti í D-riðli á eftir Sviss en báðar þjóðir komust áfram. Danir gerðu jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum, á móti Sviss á útivelli og Írum á heimavelli. Þeir gerðu síðan jafntefli á útivelli á móti Georgíu og Írlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. 7. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
Fimm þjóðir í hópi þeirra 24 sem mæta til leiks á Evrópumótið í sumar hafa ekki enn kynnst því að tapa leik síðan að ferðalagið að EM alls staðar hófst í marsmánuði 2019. Ítalir og Belgar eru í sérflokki enda með fullt hús í undankeppninni en Spánn, Úkraína og Danmörk mæta líka öll taplaus í fyrsta leik í úrslitakeppni EM. Official UEFA rankings heading into #EURO2020 1. Belgium 2. France 3. England 4. Portugal 5. Spain 6. Italy 7. Denmark 8. Germany 9. Switzerland 10. Croatia Let's get ready to rumble. pic.twitter.com/UuZOaW0V6m— Sporting Index (@sportingindex) June 8, 2021 Belgar unnu alla tíu leiki sína í I-riðli og markatalan var 40-3 eða 37 mörk í plús. Belgar unnu því leiki sína með 3,7 mörkum að meðaltali í leik. Rússar fóru líka áfram upp úr riðlinum og Skotar fóru í umspil þar sem þeim tókst að tryggja sig inn á EM. Ítalir unnu alla tíu leiki sína í J-riðli og markatalan var 37-4 eða 33 mörk í plús. Ítalir unnu því leiki sína með 3,3 mörkum að meðaltali í leik. Finnar fóru líka áfram úr riðlinum en Grikkir sátu eftir. Bosníumenn fóru í umspil en tókst ekki að tryggja sig inn þar. Spánverjar unnu ekki alla tíu leiki sína í F-riðlinum en þeir töpuðu ekki. Átta sigrar og tvö jafntefli voru uppskeran hjá Spánverjum og þeir voru 26 mörk í plús, 31-5. Einu leikirnir sem Spánverjar unnu ekki voru 1-1 jafntefli við Norðmenn í Osló og 1-1 jafntefli við Svía á Vinavöllum í Solna. Svíar komust líka áfram upp úr riðlinum. Italy's last eight matches Italy 4-0 EstoniaItaly 2-0 PolandBosnia & Herzegovina 0-2 ItalyItaly 2-0 Northern IrelandBulgaria 0-2 ItalyLithuania 0-2 ItalyItaly 7-0 San MarinoItaly 4-0 Czech RepublicDon't sleep on them at Euro 2020 pic.twitter.com/iM0mOnwCJH— Goal (@goal) June 5, 2021 Úkraínumenn voru líka taplausir í B-riðli með sex sigra og tvö jafntefli. Markatala Úkraínumanna var 13 mörk í plús eða 17 mörk á móti 4 fengnum á sig. Portúgalar komust líka áfram upp úr riðlinum. Úkraínumenn gerðu jafntefli á útivelli á móti Portúgal og Serbíu en unnu alla aðra leiki. Fimmta taplausa liðið í undankeppni EM eru síðan Danir. Danska landsliðið vann reyndar bara fjóra af átta leikjum sínum en þeir gerðu jafntefli í hinum fjórum. Danir urðu í öðru sæti í D-riðli á eftir Sviss en báðar þjóðir komust áfram. Danir gerðu jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum, á móti Sviss á útivelli og Írum á heimavelli. Þeir gerðu síðan jafntefli á útivelli á móti Georgíu og Írlandi. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. 7. júní 2021 12:00 10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01 11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01 16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01 17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Sjá meira
4 dagar í EM: Ein frægasta vítaspyrna sögunnar vann EM fyrir 45 árum síðan Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Tékkar unnu sinn fyrsta og eina Evrópumeistaratitil árið 1976 en þá voru þeir líka með Slóvaka með sér í liði og eina ískalda vítaskyttu. 7. júní 2021 12:00
10 dagar í EM: Ronaldo deilir markametinu en á leikjametið einn Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Cristiano Ronaldo er að mæta á sitt fimmta Evrópumót í sumar og bætir leikjametið með hverjum leik. 1. júní 2021 12:01
11 dagar í EM: Dauðariðilinn sem Ísland hefði verið í Evrópumótið í fótbolta karla er handan við hornið og í dag rýnum við í F-riðil mótsins, dauðariðilinn sem Íslendingar hefðu verið í hefðu þeir komist á EM. 31. maí 2021 12:01
16 dagar í EM: England eina þjóðin sem hefur farið á níu EM og aldrei unnið Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Ein mikil knattspyrnuþjóð á enn eftir að vinna Evrópumótið þrátt fyrir margar tilraunir. 26. maí 2021 12:01
17 dagar í EM: Fótboltinn kemur heim, dreggjar króatísku gullkynslóðarinnar og Skotar loksins með Það styttist óðfluga í EM karla í fótbolta. Vísir rýnir í dag í D-riðil þar sem Englendingar eru á heimavelli ásamt Skotum sem snúa aftur á stórmót eftir 23 ára fjarveru. 25. maí 2021 12:01