Ímyndaði mér alltaf að ég myndi fá að standa í svona viðtali eftir landsleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2021 20:21 Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik er Ísland og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í dag. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður Íslands í 2-2 jafnteflinu við Pólland fyrr í dag, hefur beðið í dágóða tíma eftir því að fá tækifæri með A-landsliði Íslands og greip tækifærið með góðri frammistöðu í dag. „Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV. Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
„Upplifunin var bara fín. Mér fannst við spila vel meira og minna í 90 mínútur. Vorum auðvitað að mæta öflugu liði sem er í undirbúningi fyrir EM en við erum búnir að vera saman núna í tvær vikur og mér fannst við svona eiginlega ná að setja saman allt sem við töluðum um í dag,“ sagði hinn 29 ára gamli Guðmundur í viðtali sem Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tók fyrir RÚV að leik loknum í dag. „Við fylgdum okkar hlutverki frábærlega. Bara gríðarlega svekkjandi að ná ekki að vinna. Þannig sé ég leikinn akkúrat núna.“. „Varnarfærslurnar skiluðu sér mjög vel og mér fannst við fínir á boltanum þegar við unnum hann. Fannst við bæta það töluvert mikið frá leiknum á móti Færeyjum,“ bætti Guðmundur við. Beðið í dágóðan tíma eftir tækifærinu Guðmundur var í dag að leika sinn sjöunda landsleik en í raun þann fyrsta þar sem hann fær alvöru tækifæri til að sýna hvað í sér býr. Eftir að hafa leikið lengi vel á miðjunni er Guðmundur orðinn að vinstri bak- eða vængbakverði og spilaði hann þá stöðu mjög vel í dag. Guðmundur átti hornspyrnuna sem fyrra mark Íslands kom upp úr og hann lagði svo upp síðara mark Íslands. „Heldur betur, þetta er búið að vera rosalega erfitt á köflum. Ég einhvern veginn ímyndaði mér alltaf að ég myndi standa í svona viðtali eftir landsleik. Ég hélt alltaf í drauminn. Ég er að fá létta gæsahúð hérna. Það var frábært að fá þetta tækifæri.“ Löng leið „Mér leið rosalega vel á vellinum og fannst ég spila mjög vel. Þetta er búin að vera löng leið að þessu markmiði hjá mér, frá því ég man eftir mér. Fyrst og fremst var það frábær tilfinning að fá að stíga út í landsliðstreyjunni og spila góðan leik. Það er bara erfitt að setja orð á hitt einhvern veginn. Það var frábært að fá þetta tækifæri og vonandi nýtti ég það vel,“ sagði Guðmundur Þórarinsson að endingu. Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttavef RÚV.
Fótbolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira