Hátt í tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2021 20:20 Metfjöldi nemenda stundaði nám við skólann á síðasta skólaári. Vísir/Vilhelm Tæplega tíu þúsund umsóknir bárust Háskóla Íslands í grunn- og framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Umsóknir um nám við skólann hafa aldrei verið fleiri, ef frá er talið síðasta skólaár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri. Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum. Þar segir að umsóknir í ár hafi verið um 15 prósent færri en síðasta vor, sem hafi verið algert metár. Sé miðað við vorið 2019 eru umsóknir nú þó 12 prósent fleiri. Skólanum bárust nærri 5.750 umsóknir um grunnnám í ár, sem er 15 prósent minna en í fyrra. Þá bárust skólanum 4.070 umsóknir um meistaranám sem einnig er 15 prósentum minna en vorið á undan. Á fjórða hundrað stefna á viðsktiptafræði Félagsvísindasviði bárust rúmlega þúsund umsóknir. Þar af er um þriðjungur, eða 360, umsóknir um nám í viðskiptafræði sem hefur verið vinsælasta námsleið sviðsins að undanförnu. Þá sóttu 220 um nám í lögfræði, 190 í félagsráðgjöf, tæplega 90 í hagfræði og rúmlega 70 í félagsfræði. Heilbrigðisvísindasviði bárust rúmlega 1.750 umsóknir. Þar af eru 415 umsækjendur sem stefna á að þreyta inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði. Samtals verða þó aðeins 95 nemendur teknar inn í þessar tvær deildir. Sextíu í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfun. Því er ljóst að færri komast að en vilja. Þá sækjast rúmlega 400 eftir inngöngu í sálfræði, sem hefur lengi vel verið meðal vinsælustu námsleiða háskólans. Umsóknir í hjúkrunarfræði voru þá tæplega 330, þar af 280 í BS-nám, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Metfjöldi nemenda á liðnum vetri Fjöldi erlendra nema við skólann eykst um 15 prósent milli ára og hópur þeirra telur nú um 1.500 nemendur. „Áhugi erlenda nemenda á skólanum hefur farið stigvaxandi á undanförnum árum og til marks um það voru umsóknirnar tæplega 1.200 árið 2019 og rúmlega 1.000 árið 2016. Þetta hefur gerst samhliða auknu erlendu samstarfi skólans og aukinni athygli sem vísindastarf skólans hefur fengið á erlendum vettvangi.“ Tæplega 16 þúsund manns stunduðu nám við skólann á liðnum vetri og er það metfjöldi. Miðað við brautskráningar nú í vor og fjölda umsókna má reikna með að svipaður fjöldi verði við nám í skólanum á komandi námsvetri.
Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira