Segist hafa lifað í ótta undanfarin ár og ekki þorað að segja sögu sína opinberlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2021 07:00 Silas Katompa Mvumpa, leikmaður Stuttgart í Þýskalandi. Tom Weller/Getty Images Silas Wamangituka, markahæsti leikmaður þýska úrvalsdeildarfélagsins Stuttgart, ku ekki heita því nafni né vera fæddur árið 1999 eins og segir í vegabréfi hans. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem leikmaðurinn og Stuttgart gáfu frá sér í gær. Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira
Silas fæddist í Kongó og er mikils metinn hjá stuðningsmönnum Stuttgart eftir að hafa hjálpað liðinu upp úr þýsku B-deildinni á síðustu leiktíð og svo verið ein aðalástæða þess að liðið endaði í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð. Þannig er mál með vexti að Silas hefur lifað í ótta síðan hann fór frá Kongó aðeins 17 ára gamall en þá samdi hann við franska neðri deildarfélagið Alés. Hann heitir réttu nafni Silas Katompa Mvumpa og er fæddur árið 1998. Silas klärt seine Identität. Zur Meldung https://t.co/kqigvpa5rO #VfB— VfB Stuttgart (@VfB) June 8, 2021 Nafni hans og kennitölu var breytt af umboðsmanni frá Belgíu sem hafði fullan aðgang að bæði bankareikningi Silas sem og vegabréfi á þeim tíma. Leikmaðurinn var á leiðinni til belgíska félagsins Anderlecht en þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út vildi félagið að hann færi heim til Kongó að endurnýja hana. Það vildi umboðsmaðurinn ekki og sagði hann að ef Katompa Mvumpa færi heim þá kæmist hann ekki aftur til Evrópu. Silas er ekki lengur með téðan umboðsmann og skoðar nú – ásamt Stuttgart – að sækja umboðsmanninn til saka. „Ég hef lifað í stöðugum ótta undanfarin ár og hef haft miklar áhyggjur af fjölskyldunni minni í Kongó. Það var mjög erfitt fyrir mig að opinbera sögu mína. Ég hefði aldrei þorað því án stuðnings Stuttgart og ráðgjafa minna í dag. Ef Stuttgart væri ekki mitt annað heimili og mér liði ekki vel hérna hefði ég aldrei þorað að opinbera sögu mína,“ sagði Silas um málið. Silas Wamangituka has revealed he s been playing under a false identity.His real name is Silas Katompa Mvumpa and he s 22, not 21.Stuttgart say he was manipulated by his former agent, who facilitated Silas' move from Congo to Europe. pic.twitter.com/V6y4RgLYIX— DW Sports (@dw_sports) June 8, 2021 Stuttgart stendur þétt við bakið á leikmanninum og segir hann ekki hafa gert neitt rangt. Félagið reiknar ekki með að leikmanninum verði refsað þar sem Sven Mislintat, íþróttastjóri Stuttgart, hefur tekið skýrt fram að Silas var fórnarlamb í málinu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Sjá meira