Patrekur: Hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 22:45 Patrekur Jóhannesson var súr með seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem Stjarnan missti Hauka fram úr sér. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að tapa með fimm marka mun, 23-28, fyrir Haukum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði hins vegar að dagurinn hefði verið góður fyrir félagið Stjörnuna. „Fyrstu fimmtán mínúturnar voru flottar en síðan skiptu Haukar reglulega inn á og það komu alltaf nýir menn inn á. Ég var fúll með okkur seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá lentum við í mótlæti og gáfum svolítið eftir,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik sýndu menn að þeir voru ekki alveg hættir og komu sér ágætlega inn í leikinn. En það er svekkjandi að fleygja boltanum klaufalega frá sér og þetta hefði getað endað í þremur til fjórum mörkum sem hefði getað skipt öllu. Haukarnir voru mjög sterkir og unnu þetta sanngjarnt. En það er einn leikur eftir og við sjáum hvað gerist.“ Stjörnumenn voru í afar erfiðri stöðu í hálfleik enda sjö mörkum undir, 8-15. En hver voru skilaboðin til leikmanna í hálfleiknum? „Þau voru svo mörg. Ég talaði bara á rólegu nótunum við þá. Þetta eru frábærir drengir. Stjarnan er ekki vön að vera í þessari stöðu og mér fannst þeir skulda sjálfum sér og þetta var persónuleikadæmi; spurning um karakter og njóta þess að spila þennan leik. Þetta stress og hik í fyrri hálfleik var óþægilegt og leiðinlegt en mér fannst þeir gera þetta vel í seinni hálfleik,“ svaraði Patrekur sem er hóflega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á föstudaginn „Í íþróttum getur allt gerst og ég gefst aldrei upp en veit að þetta verður krefjandi á Ásvöllum.“ Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í sögu Stjörnunnar í undanúrslitum karla. Dagurinn var því stór fyrir félagið og fjölmargir lögðu leið sína í TM-höllina þar sem hefur oftar en ekki verið frekar tómlegt um að litast undanfarin ár. „Ég er alltaf svekktur að tapa en að sjá fullt hús hérna og það er ótrúlega mikið af öflugu fólki að vinna í kringum þetta. Við erum komnir í undanúrslit í fyrsta sinn. Við og fleiri í gamla daga náðum þessu ekki einu sinni,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með margt í dag en við vissum að Haukarnir væru þéttir og náðum ekki að leysa það. En ég er hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira
„Fyrstu fimmtán mínúturnar voru flottar en síðan skiptu Haukar reglulega inn á og það komu alltaf nýir menn inn á. Ég var fúll með okkur seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá lentum við í mótlæti og gáfum svolítið eftir,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik sýndu menn að þeir voru ekki alveg hættir og komu sér ágætlega inn í leikinn. En það er svekkjandi að fleygja boltanum klaufalega frá sér og þetta hefði getað endað í þremur til fjórum mörkum sem hefði getað skipt öllu. Haukarnir voru mjög sterkir og unnu þetta sanngjarnt. En það er einn leikur eftir og við sjáum hvað gerist.“ Stjörnumenn voru í afar erfiðri stöðu í hálfleik enda sjö mörkum undir, 8-15. En hver voru skilaboðin til leikmanna í hálfleiknum? „Þau voru svo mörg. Ég talaði bara á rólegu nótunum við þá. Þetta eru frábærir drengir. Stjarnan er ekki vön að vera í þessari stöðu og mér fannst þeir skulda sjálfum sér og þetta var persónuleikadæmi; spurning um karakter og njóta þess að spila þennan leik. Þetta stress og hik í fyrri hálfleik var óþægilegt og leiðinlegt en mér fannst þeir gera þetta vel í seinni hálfleik,“ svaraði Patrekur sem er hóflega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á föstudaginn „Í íþróttum getur allt gerst og ég gefst aldrei upp en veit að þetta verður krefjandi á Ásvöllum.“ Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í sögu Stjörnunnar í undanúrslitum karla. Dagurinn var því stór fyrir félagið og fjölmargir lögðu leið sína í TM-höllina þar sem hefur oftar en ekki verið frekar tómlegt um að litast undanfarin ár. „Ég er alltaf svekktur að tapa en að sjá fullt hús hérna og það er ótrúlega mikið af öflugu fólki að vinna í kringum þetta. Við erum komnir í undanúrslit í fyrsta sinn. Við og fleiri í gamla daga náðum þessu ekki einu sinni,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með margt í dag en við vissum að Haukarnir væru þéttir og náðum ekki að leysa það. En ég er hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Sjá meira