Halló sjálfstæðismenn í Garðabæ! Nútíminn á líka heima í sveitarfélaginu okkar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. júní 2021 08:01 Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar