Sveinbjörn fór á HM eftir veikindin en draumurinn um ÓL fjaraði út Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2021 08:01 Sveinbjörn Iura varð að játa sig sigraðan gegn Sungho Lee á HM. IJF/Sabau Gabriela Eftir að hafa veikst vegna kórónuveirunnar og þurft að dvelja í samtals þrjár vikur í einangrun á hótelherbergi vegna þess keppti Sveinbjörn Iura á sínu fyrsta móti eftir veikindin í gær, á sjálfu heimsmeistaramótinu í júdó. Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Mótið, sem fram fer í Búdapest, var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér inn sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hann missti af þremur mikilvægum mótum vegna smitsins. Draumurinn um Ólympíuleikana fjaraði hins vegar út. Þrátt fyrir að hafa ekki náð upp fullum styrk eftir smitið ákvað Sveinbjörn samt að fara á HM. Þar varð hann að sætta sig við tap í fyrstu umferð. Sveinbjörn mætti Sungho Lee frá Suður-Kóreu og tapaði á ippon eftir 83 sekúndna glímu sem sjá má hér að neðan. Sveinbjörn keppir í -81 kg þyngdarflokki og þar varð Belginn Matthias Casse heimsmeistari, með sigri á Tato Grigalashvili frá Georgíu í úrslitum. Sveinbjörn viðurkenndi í viðtali við Vísi í maí að hann væri á leið á HM án þess að vera í því ástandi sem hann vildi: „Maður var búinn að heyra alls konar sögur um að þessi veira væri ekki neitt – bara smákvef og eitthvað – en þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig,“ sagði Sveinbjörn í viðtalinu. „Ég var í einangrun í tvær vikur í Tyrklandi, fékk svo neikvætt próf þar en greindist jákvæður á landamærum við komuna til Íslands. Því fór ég í viku í sóttvarnahús. Þetta voru því þrjár vikur þar sem ég var inni á hótelherbergi og mátti ekkert fara. Þegar ég lauk þessari þriggja vikna einangrun var ég svo líka alls ekki í sama ástandi og áður. Ég fór út að skokka og gat varla hlaupið hálfan kílómetra, og þetta tekur líka mikið á andlega. Það myndi gera það fyrir hvern sem er sem þarf að sitja inni í herbergi í þrjár vikur. Það er mikil vinna að rífa sig upp eftir þetta. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt og ég óska engum þess að fá þennan viðbjóð,“ sagði Sveinbjörn. Sundkappinn Anton Sveinn McKee er enn eini íslenski íþróttamaðurinn sem náð hefur sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. Auk Sveinbjörns hefur Guðlaug Edda Hannesdóttir nú nýlega þurft að játa sig sigraða í baráttunni um sæti á leikunum vegna meiðsla.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira