Brooks Koepka segir deilur sínar við DeChambeau góðar fyrir golfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 12:30 Brooks Kopeka er einn af bestu golfurum heims og hann vill stækka íþróttina með sérstökum hætti. EPA-EFE/TANNEN MAURY Tveir af bestu kylfingum heims eru miklir óvinir og deilur þeirra hafa flætt fram í dagsljósið á síðustu vikum. Annar þeirra segir það vera bara hið besta mál fyrir golfíþróttina. Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka. Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Brooks Koepka hefur unnið fjögur risamót á ferlinum og er í áttunda sæti á heimslistanum. DeChambeau vann síðasta Opna bandaríska meistaramótið og er í fimmta sæti á heimslistanum. Brooks Koepka var spurður um erjur sínar við Bryson DeChambeau og kom kannski með frekar óvænt svar. „Hvernig á ég að lýsa þessu? Ég veit ekki hvar þú vilt að ég byrji,“ sagði Brooks Koepka á blaðamannafundi fyrir Palmetto Championship. Koepka says DeChambeau feud good for golf and will not harm US s Ryder Cup https://t.co/RXRHGzqZnW— The Guardian (@guardian) June 9, 2021 Deilurnar eru nefnilega orðnar tveggja ára gamlar en það kom olía á eldinn fyrir tveimur vikum þegar Koepka gerði ekkert í það leyna fyrirlitningu sinni á DeChambeau þegar myndband af viðtali á PGA meistaramótinu fór á flug á netinu. Síðan þá hafa þeir verið að skjóta á hvorn annan á samfélagsmiðlum þar sem Koepka bauð meðal annars frían bjór fyrir þann áhorfanda sem yrði rekinn af golfvellinum fyrir að trufla DeChambeau á Memorial Tournament. DeChambeau var mjög ósáttur með það tilboð og talaði þá um að PGA þyrfti nú að fara að blanda sér í þetta. Koepka endaði í öðru sæti á PGA meistaramótinu á eftir Phil Mickelson. Hann var nú að tjá sig um málið í fyrsta sinn síðan að alls fór á flug á netinu. Það er ekki að heyra annað en að Koepka sé hálfgerður gerandi í málinu. 'Hey guys. It's Brooksie': Brooks Koepka pokes Bryson DeChambeau, offers free beer to fans kicked out of Memorial https://t.co/k1Di6poau4— Golfweek (@golfweek) June 5, 2021 „Ég held að þetta sé bara gott fyrir golfíþróttina. Ég er viss um það. Það er gott að golf sé nú búið að vera á öllum helstu fréttamiðlum í næstum því tvær vikur samfellt. Ég tel að það sé af hinu góða,“ sagði Koepka. „Þetta er íþrótt sem er að stækka. Ég skil samt að þessir gamalreyndu, sem vilja halda í rótgróna siði og venjur, séu ekki hrifnir. Ég átta mig á því en til að stækka íþróttina þá þurfum við að ná til yngri kynslóðarinnar. Vegna þessa máls þá vita miklu fleiri af golfíþróttinni og golf er fyrir framan fólk í fjölmiðlum. Ég er sannfærður um að golfíþróttin græði á þessu,“ sagði Koepka.
Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira