Xavi tilbúinn að taka við Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2021 16:00 Xavi Hernandez í leik með Barcelona þar sem hann spilaði í sautján ár með meistaraflokksliðinu. EPA/MARCUS BRANDT Xavi Hernandez segist nú vera klár í það að taka við liði Barcelona og segir að það yrðu forréttindi fyrir hann að fá að þjálfa sinn gamla liðsfélaga Lionel Messi. Xavi var enn á ný orðaður við þjálfarastarfið hjá Barcelona fyrr í sumar en forsetinn Joan Laporta ákvað að leyfa Ronald Koeman að halda áfram með Börsunga þrátt fyrir brösugt tímabil. Xavi hefur ekki verið í neinu sambandi við Joan Laporta síðan að Laporta settist aftur í forsetastólinn í mars. ESPN sagði frá því að Xavi væri nú klár í það að taka við Barcelona í framtíðinni. Xavi Hernández (Barça great): "I'm always in the market, I've been a coach for two years. I have a very good relationship with Laporta, but I have not been able to talk to him." [via as] pic.twitter.com/4Cl5zMIqQQ— barcacentre (@barcacentre) June 10, 2021 „Ég er alltaf á markaðnum. Félagið ákvað að halda áfram með Koeman og ég óska honum alls hins besta. Ég hef ekki heyrt i Laporta eða öðrum stjórnarmönnum undanfarna fjóra mánuði,“ sagði Xavi þegar hann hitti blaðamenn í tengslum við sumarbúðir sínar í Katalóníu. „Ég veit ekki hvenær tækifærið kemur en það yrði draumur fyrir mig að snúa aftur til Barcelona einn daginn. Ég er samt ekkert að flýta mér ef ég segi alveg eins og er en ég vona að þetta gerist einhvern tímann,“ sagði Xavi. Xavi on why he did not return to Barcelona! #Xavi #FCBarcelona #Barca pic.twitter.com/pdG7Prsfpd— Sportskeeda Football (@skworldfootball) June 6, 2021 Xavi Hernandez lék með Barcelona í 24 ár eða frá því að hann kom inn í akademíu félagsins árið 1991. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Barcelona og spænsku deildina átta sinnum. Xavi lék alls 767 leiki fyrir Barcelona frá 1998til 2015 þar af 505 þeirra í spænsku deildinni. Honum hefur tvisvar verið boðið þjálfarastarfið hjá Barcelona en neitað í bæði skiptin. Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira
Xavi var enn á ný orðaður við þjálfarastarfið hjá Barcelona fyrr í sumar en forsetinn Joan Laporta ákvað að leyfa Ronald Koeman að halda áfram með Börsunga þrátt fyrir brösugt tímabil. Xavi hefur ekki verið í neinu sambandi við Joan Laporta síðan að Laporta settist aftur í forsetastólinn í mars. ESPN sagði frá því að Xavi væri nú klár í það að taka við Barcelona í framtíðinni. Xavi Hernández (Barça great): "I'm always in the market, I've been a coach for two years. I have a very good relationship with Laporta, but I have not been able to talk to him." [via as] pic.twitter.com/4Cl5zMIqQQ— barcacentre (@barcacentre) June 10, 2021 „Ég er alltaf á markaðnum. Félagið ákvað að halda áfram með Koeman og ég óska honum alls hins besta. Ég hef ekki heyrt i Laporta eða öðrum stjórnarmönnum undanfarna fjóra mánuði,“ sagði Xavi þegar hann hitti blaðamenn í tengslum við sumarbúðir sínar í Katalóníu. „Ég veit ekki hvenær tækifærið kemur en það yrði draumur fyrir mig að snúa aftur til Barcelona einn daginn. Ég er samt ekkert að flýta mér ef ég segi alveg eins og er en ég vona að þetta gerist einhvern tímann,“ sagði Xavi. Xavi on why he did not return to Barcelona! #Xavi #FCBarcelona #Barca pic.twitter.com/pdG7Prsfpd— Sportskeeda Football (@skworldfootball) June 6, 2021 Xavi Hernandez lék með Barcelona í 24 ár eða frá því að hann kom inn í akademíu félagsins árið 1991. Hann vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Barcelona og spænsku deildina átta sinnum. Xavi lék alls 767 leiki fyrir Barcelona frá 1998til 2015 þar af 505 þeirra í spænsku deildinni. Honum hefur tvisvar verið boðið þjálfarastarfið hjá Barcelona en neitað í bæði skiptin.
Spænski boltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Sjá meira