„Algjör heiður að vera fyrirliði en allt liðið eru leiðtogar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2021 12:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir leikur væntanlega sinn 79. landsleik í dag. vísir/sigurjón Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður fyrirliði íslenska landsliðsins næstu mánuðina. Hún segir það mikinn heiður en segir marga leiðtoga í íslenska liðinu. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, er barnshafandi og verður því frá næstu mánuðina. Gunnhildur hefur tekið við fyrirliðabandinu af Söru, var með það í vináttulandsleikjunum gegn Ítalíu í apríl, verður með það í leikjunum gegn Írlandi og í leikjunum í undankeppni HM 2023 í haust. Ísland mætir Írlandi á Laugardalsvelli í dag í fyrri vináttulandsleik þjóðanna af tveimur. „Þetta er algjör heiður en ég er svo heppin að vera í liði þar sem allt liðið eru algjörir leiðtogar. Hver sem verður með bandið, það skiptir í sjálfu sér ekki máli því þetta er frábær hópur þar sem allir eru tilbúnir að stíga upp. En þetta er alltaf heiður,“ sagði Gunnhildur. Hún segir að leikirnir á móti Írum séu afar mikilvægir fyrir íslenska liðið. „Þeir eru mjög mikilvægir. Þetta eru síðustu tveir leikirnir áður en við förum í undankeppni HM. Þetta er mjög mikilvægur undirbúningur fyrir það og við þurfum að nýta leikina til að koma liðinu saman og þróa okkar leik,“ sagði Gunnhildur. „Við höfum aðallega lagt áherslu á okkur og hvernig við viljum spila. Einbeitingin er meira á okkur og vinnum áfram í okkar málum.“ Gunnhildur segir að ekki hafi verið farið mjög djúpt ofan í leikina gegn Ítalíu í aðdraganda leikjanna gegn Írlandi. „Þannig séð ekki. Við gerðum það þegar við vorum úti á Ítalíu. Við vitum hvað við gerðum vel og hverju við þurfum að vinna í,“ sagði Gunnhildur. Hún býst við öðruvísi leikjum en gegn Ítalíu. „Írland er með hörkulið og eru fastar fyrir. Við þurfum bara að spila okkar leik og auðvitað viljum við halda eins mikið í boltann og við getum.“ Leikur Íslands og Írlands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira