Eyjamenn hafa ekki tapað á Hlíðarenda í fjögur ár en þurfa 3-4 marka sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 14:02 Það var hart barist í kvöld. Þrír Valsmenn reyna hér að stöðva Kára Kristján Kristjánsson. vísir/elín björg Valur og ÍBV spila í kvöld seinni leik sinn í undanúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Valsmenn hafa þriggja marka forskot síðan úr fyrri leiknum í Vestmannaeyjum. Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Eyjamönnum hefur gengið mjög vel á Hlíðarenda undanfarin ár en þeir þurfa engu að síður að vinna upp þriggja marka forskot sem gæti orðið erfitt á móti sterku Valsliði. Það hjálpar ÍBV þó að stórskytta Valsmanna, Agnar Smári Jónsson, tekur út leikbann í leiknum í kvöld en hann er markahæsti leikmaður Valsliðsins í þessari úrslitakeppni. Valsmenn þurfa líka að ráða niður Eyjagrýlunnar sem þeir hafa byggt upp undir Öskjuhlíðinni undanfarin ár. Valsmönnum hefur ekki tekist að vinna ÍBV í síðustu fjórum leikjum liðanna á Hlíðarenda eða síðan að liðin áttust síðast við í úrslitakeppninni vorið 2017. Það var 12. apríl 2017 eða fyrir fjórum árum, einum mánuði og 30 dögum síðan. Þetta gerir samtals 1521 dags bið hjá Valsmönnum eftir að vinna heimasigur á ÍBV liðinu. Valsmenn jöfnuðu þá metin í einvíginu í 1-1 með fjögurra marka sigri á Hlíðarenda, 31-27, og komust svo áfram með sigri í oddaleiknum í Eyjum. Valsliðið fór síðan alla leið og varð Íslandsmeistari. Síðan þá hafa Eyjamenn unnið þrisvar og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. ÍBV vann 29-28 sigur á Val í deildarleik liðanna á Hlíðarenda á þessu tímabili. Valsmenn mega tapa með þremur mörkum svo framarlega sem ÍBV liðið skorar ekki meira en 27 mörk en ÍBV liðið þarf annars fjögurra marka sigur til að komast í lokaúrslitin. Báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í dag og verða þeir báðir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar hefst klukkan 17.30 og leikur Haukar og Stjörnunnar hefst síðan klukkan 18.00. Leikur Vals og ÍBV hefsr síðan klukkan 20.00 og eftir hann munu Henry Birgir Gunnarsson og sérfræðingar hans í Seinni bylgjunni gera upp báða þessa leiki. Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Síðustu leikir Vals og ÍBV á Hlíðarenda Deildin 17. mars 2021: ÍBV vann með 1 marks mun (29-28) Deildin 30. september 2019: ÍBV vann með 1 marks mun (26-25) Deildin 18. mars 2019: ÍBV vann með 3 marka mun (32-29) Deildin 15. otkóber 2017: Jafntefli (31-31) Úrslitakeppni 12. apríl 2017: Valur vann með 4 marka mun (31-27) Deildin 4. apríl 2017: ÍBV vann með 1 marks mun (30-29) Deildin 15. desember 2016: Valur vann með 4 marka mun (28-24)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira