Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 13:30 Gyða Einarsdóttir í glerkúlunni fyrir utan sumarbústað fjölskyldunnar. Ísland í dag Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. Glerkúlan er á pallinum við bústaðinn og nýtist alveg ótrúlega vel eins og sjá má í þessu innliti í þættinum Ísland í dag. „Það er bara skemmtilegt og gaman frá því að segja að við notum þetta rosalega mikið. Það eru margar og skemmtilegar gæðastundir sem að við eigum í þessu glerkúluhúsi. Hérna borðum við stundum og erum með fjölskylduna líka,“ segir Gyða. Í notkun allan ársins hring Glerkúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Þau nota svo rafmagnshitara og teppi þegar á þarf að halda. „Þetta er rosalega sniðugt, að nota húsið líka yfir vetrartímann. Síðan á góðum kvöldum, að sitja hérna og horfa á sólina setjast, þetta er alveg dásamlegt.“ Þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Ingvar smíðaði sjálfur allt í kringum bústaðinn. Sturtuklefann og kalda karið klæddi Ingvar með girðingarstaurum. „Þetta er svona okkar fjölskyldulón,“ segir Ingvar um aðstöðuna fyrir utan bústaðinn. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar í innlitinu. „Ég var búinn að hugsa um að byggja sumarbústað í mörg ár og svo þegar stundin kom þá var maður tilbúinn í þetta, segir Ingvar. Hann var sjálfur byggingarstjóri verkefnisins en fékk með sér arkitekta til þess að teikna draumabústaðinn.“ Innlit Völu Matt til Ingvars og Gyðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hús og heimili Ísland í dag Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 „Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. Glerkúlan er á pallinum við bústaðinn og nýtist alveg ótrúlega vel eins og sjá má í þessu innliti í þættinum Ísland í dag. „Það er bara skemmtilegt og gaman frá því að segja að við notum þetta rosalega mikið. Það eru margar og skemmtilegar gæðastundir sem að við eigum í þessu glerkúluhúsi. Hérna borðum við stundum og erum með fjölskylduna líka,“ segir Gyða. Í notkun allan ársins hring Glerkúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Þau nota svo rafmagnshitara og teppi þegar á þarf að halda. „Þetta er rosalega sniðugt, að nota húsið líka yfir vetrartímann. Síðan á góðum kvöldum, að sitja hérna og horfa á sólina setjast, þetta er alveg dásamlegt.“ Þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Ingvar smíðaði sjálfur allt í kringum bústaðinn. Sturtuklefann og kalda karið klæddi Ingvar með girðingarstaurum. „Þetta er svona okkar fjölskyldulón,“ segir Ingvar um aðstöðuna fyrir utan bústaðinn. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar í innlitinu. „Ég var búinn að hugsa um að byggja sumarbústað í mörg ár og svo þegar stundin kom þá var maður tilbúinn í þetta, segir Ingvar. Hann var sjálfur byggingarstjóri verkefnisins en fékk með sér arkitekta til þess að teikna draumabústaðinn.“ Innlit Völu Matt til Ingvars og Gyðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hús og heimili Ísland í dag Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 „Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31
Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00
„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39