Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 13:05 Ivan Zhdanov (f.m.) stýrði Sjóði gegn spillingu. Nýlega ákváðu bandamenn Navalní að leysa upp net svæðisskrifstofa um Rússlandi til þess að starfsmenn þeirra ættu ekki á hættu að vera sóttir til saka yrðu samtök Navalní lýst ólögleg. Nú er Zhdanov sjálfur eftirlýstur. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira