„Stærsta kerfisbreyting í málaflokki barna undanfarna áratugi“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:05 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir frumvörp í barnamálum. Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi frumvörp feli í sér mestu breytingu sem gerð hafi verið á umhverfi barna á Íslandi í áratugi. Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann. Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Um er að ræða frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, auk frumvarps um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Málin eru hluti af markmiði ráðuneytisins um að endurskoða og efla þjónustu og stuðning við börn og fjölskyldur. Yfirgripsmiklar breytingar Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna miðar að því að tryggja börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi. Markmiðið er að láta mismunandi hluta kerfisins tala betur saman, þannig að barnið verði hjartað í kerfinu. Frumvarpið tekur til allra þjónustu innan leik-, grunn-, og framhaldsskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Barna- og fjölskyldustofa mun sinna verkefnum sem tengjast samþættingu þjónustu og almennri velferðarþjónustu í þágu barna. Hún mun taka við flestum verkefnum Barnaverndarstofu, sem verður lögð niður. Stofnunin mun jafnframt sinna stuðningi við sveitarfélög og aðra þjónustuaðila vegna þjónustu í þágu barna. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála mun taka við af Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Markmið stofnunarinnar er að styrkja eftirlit með gæðum velferðarþjónustu, ásamt því að vinna eftir þeirri hugsun sem boðuð er í samþættingarlöggjöfinni. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins breytist í Greiningar- og ráðgjafastöð. Hlutverk hennar er að sinna betur þeim verkefnum sem tengjast auknu samstarfi og samþættingu þjónustu í þágu barna. Þá er lögð sérstök áhersla á að ryðja burt hindrunum sem kunna að vera á því að börn njóti þeirrar þjónustu sem þau eiga rétt á. Barnið verði hjartað í kerfinu Þá var þingsályktunartillaga félags- og barnamálaráðherra um stefnu um Barnvænt Ísland, markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna, eining samþykkt á Alþingi í gær. Ásmundur Einar er ánægður með breytingarnar. „Markmið okkar í þessari vinnu hefur verið að barnið verði hjartað í kerfinu og að kerfið vinni fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Ég vil þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari vinnu og ég held að ég geti alveg fullyrt að þetta sé stærsta kerfisbreyting í þessum málaflokki á Íslandi undanfarna áratugi,“ segir ráðherrann.
Réttindi barna Barnavernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Alþingi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45 Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Boða umfangsmiklar breytingar á þjónustu við börn og barnafjölskyldur Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnir í dag, í samvinnu við fimm önnur ráðuneyti og þverpólitíska þingannanefnd, tillögur að stórtækum breytingum sem stefnt er á að gera á þjónustu við börn og barnafjölskyldur. 2. október 2019 10:45
Arðsemin af breyttu kerfi um þjónustu við börn á pari við Kárahnjúkavirkjun og Keflavíkurflugvöll Víðtækar breytingar verða gerðar á þjónustu við barnafjölskyldur sem þurfa á stuðningi að halda samkvæmt nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra. Arðseminni er líkt við stóra innviðafjárfestingu á borð við Kárahnjúkavirkjun. 30. nóvember 2020 20:11