Fyrirskipa förgun tuga milljóna skammta af bóluefni Janssen Árni Sæberg skrifar 11. júní 2021 22:54 Þetta glas bóluefnis er líklega ekki framleitt af Emergent BioSolutions.EFE/ETIENNE LAURENT Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur fyrirskipað að fyrirtækið sem framleiðir bóluefni fyrir Janssen í Bandaríkjunum skuli farga fleiri milljónum skammta. Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Fyrirtækið Emergent BioSolutions í Baltimore er eitt þeirra fjölmarga fyrirtækja sem framleiða bóluefni Janssen í Bandaríkjunum. Sökum slæmra aðstæðna í vinnslu fyrirtækisins hefur það ekki getað framleitt neitt bóluefni í átta vikur. Þegar framleiðsla í vinnslunni var stöðvuð var þar að finna ógrynni bóluefnis sem mátti ekki hefja dreifingu á. Nú hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ákveðið að dreifa megi bóluefni úr tveimur framleiðslulotum. Bóluefnið sem má dreifa dugar í um tíu milljónir skammta. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefði bóluefnið, hverju þarf að farga, dugað í margfalt fleiri skammta. Óþrifnaður og illa þjálfað starfsfólk rót vandans Útsendarar lyfjaeftirlits Bandaríkjanna gerðu úttekt á vinnslustöð Emergent BioSolutions fyrir tveimur mánuðum þegar fyrst kom upp að spilliefni hefðu borist í bóluefni vinnslunnar. Skoðuðu þeir meðal annars myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum vinnslunnar. Niðurstöður úttektarinnar voru þær að starsfólk vinnslunnar væri ekki nægilega vel þjálfað og færi óvarlega með hráefni sem notað er við framleiðslu bóluefna. Þá kom einnig fram að vinnslan stæðist ekki kröfur eftirlitsins um þrifnað. Emergent BioSolutions hefur áður gerst brotlegt gegn reglum lyfjaeftirlitsins. Brotasaga fyrirtækisins inniheldur, meðal annars, mygluvandamál, skítuga veggi, illa þjálfað starsfólk og lélegar viðbragðsáætlanir. Þrátt fyrir slæma sögu, gerði ríkisstjórn Donalds Trump samt sem áður arðbæra samninga um bóluefnaframleiðslu við fyrirtækið. Íslendingar geta andað léttar Enn sem komið er hefur ekkert af bóluefni Janssen sem framleitt er af Emergent BioSolutions verið flutt út fyrir Bandaríkin. Því er ljóst að hinn svokallaði Janssenskjálfti sem hrjáir margan Íslendinginn um þessar mundir orsakast ekki af óþrifnaði við framleiðslu bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila