Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2021 23:31 Liðsfélagar Christian Eriksen voru snöggir til þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar í leik Dana og Finna á Evrópumótinu í gær. Vísir/AP Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. „Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“ Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
„Þetta er hrikalegt að sjá þetta hvernig hann dettur þarna. Að horfa á þetta í beinni útsendingu og sjá hvernig hann dettur niður án þess að bera fyrir sig hendurnar, það vekur strax upp grun um að þetta hafi verið hjartastopp, ekki út af einhverjum öðrum orsökum,“ segir Kristján. Það sem kom í framhaldinu staðfesti gruninn enn frekar. „Maður sér það á honum augnaráðið og svipnum á andlitinu,“ segir Kristján. Hann segir fumlaus viðbrögð læknateymis liðsins og liðsfélaga Eriksen hafa bjargað lífi hans. Christian Eriksen komst til meðvitundar á vellinum áður en hann var fluttur á sjúkrahús.Vísir/AP „Þeir kveikja strax á því hvað gerðist þarna. Það er eðlilegt þegar fólk fer í hjartastopp, sem er yfirleitt vegna þess að sleglar hjartans fara í hraðtakt eða tif, þá er fólk með smá rænu fyrst og andar. Maður sér fyrst að hann andar og hreyfir augun, síðan virðist hann detta alveg út, þá hefja þeir hjartahnoð og gefa honum rafstuð, sem eru hárrétt viðbrögð. Maður hefur sirka þrjár mínútur eftir að fólk fer í hjartastopp til að hefja endurlífgun með hjartahnoði. Eftir þrjár mínútur er mikil hætta á að heilinn verði fyrir óafturkræfum skaða,“ segir Kristján. Ef endurlífgunin dregst á langinn er kælingu beitt á bráðadeild. „Þar sem fólk er kælt niður um nokkrar gráður. Það hefur sýnt sig að það verndar fólk eftir hjartastopp. En eftir svona stutt hjartastopp, þar sem hann virðist hafa vaknað strax, þá er kælingu ekki beitt því til að beita kælingu þarf að svæfa fólk í að minnsta kosti sólarhring,“ segir Kristján. Hann segir góðar líkur á því að Eriksen hafi ekki fundið fyrir neinu skömmu áður en hann féll til jarðar. „Þetta er það sem menn eru hræddir við að gerist hjá íþróttafólki,“ segir Kristján. Hann segir langalgengast að fólk fái hjartastopp af völdum hjartasjúkdóma en það sé afar óalgengt hjá fólki á þrítugsaldri. Íþróttamenn á borð við Eriksen séu hjarta- og ómskoðaðir til að reyna finna undirliggjandi galla í hartanu. Það geti oft fylgt erfðagöllum á borð við þykknun á hjarta. Hann telur ólíklegt að hjartastoppið hafi orðið vegna ofreynslu. „Mér finnst það ólíklegt hjá svona vel þjálfuðum íþróttamanni sem spilar í einni af bestu deildum heims. Þetta gerist þar að auki í fyrri hálfleik. Hins vegar er það til í dæminu að ef fólk er með meðfædda galla í hjartanu þá getur áreynsla ýtt undir sleglatif.“
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. 13. júní 2021 12:53