Handbolti

Aron Pálmars búinn að vinna þrjátíu stóra titla á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Palmarsson fagnar sigri með Barcelona en kvaddi félagið sem fjórfaldur meistari.
Aron Palmarsson fagnar sigri með Barcelona en kvaddi félagið sem fjórfaldur meistari. Getty/Xavi Urgeles

Íslenski handboltamaðurinn Aron Pálmarsson vann í gær Meistaradeildina með spænska liðinu Barcelona og bætti þar með við enn einum titlinum á ótrúlega sigursælum ferli sínum.

Aron vann fjórfalt með Barcelona í vetur því hann varð einnig spænskur meistari, spænskur deildarbikarmeistari og spænskur bikarmeistari.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn var reyndar búinn að bíða svolítið lengi eftir Meistaradeildargulli eða í níu ár. Aron vann Meistaradeildina áður tvisvar sinnum með Kiel eða 2010 og 2012.

Aron hefur hins vegar verið landsmeistari samfellt frá árinu 2012 eða á tíu tímabilum í röð, fyrst fjögur í röð með Kiel í Þýskalandi, þá tvö ár í röð með Veszprém í Ungverjalandi og síðustu fjögur ár með Barcelona á Spáni.

Alls hefur Aron unnið þrjátíu stóra titla á ferlinum og að minnsta kosti einn stóran titil á tólf tímabilum í röð.

Hafnfirðingurinn hefur ellefu sinnum orðið landsmeistari, níu sinnum unnið bikarinn, þrisvar sinnum orðið heimsmeistari félagsliða, fjórum orðið spænsku deildarbikarmeistari og svo auðvitað unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum.

Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er listinn yfir titla Arons sem atvinnumaður í handbolta orðinn afar glæsilegur.

Stórir titlar Arons Pálmarssonar á tólf tímabilum í röð:

  • 2009/10 með Kiel - Landsmeistari + Meistaradeildin
  • 2010/11 með Kiel - Bikarmeistari + Heimsmeistari félagsliða
  • 2011/12 með Kiel - Landsmeistari + Bikarmeistari + Meistaradeildin
  • 2012/13 með Kiel - Landsmeistari + Bikarmeistari
  • 2013/14 með Kiel - Landsmeistari
  • 2014/15 með Kiel - Landsmeistari
  • 2015/16 með Veszprém - Landsmeistari + Bikarmeistari
  • 2016/17 með Veszprém - Landsmeistari + Bikarmeistari
  • 2017/18 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar
  • 2018/19 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar + Heimsmeistari félagsliða
  • 2019/20 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar + Heimsmeistari félagsliða
  • 2020/21 með Barcelona - Landsmeistari + Bikarmeistari + Deildarbikar + Meistaradeildin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×