NATO kvartar undan Kínverjum sem skjóta til baka á „lítil bandalög“ sem vilja ráða öllu Snorri Másson skrifar 14. júní 2021 12:52 Jens Stoltenberg er á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel, þar sem forsætis- og utanríkisráðherrar Íslands eru einnig staddir. Getty/Chip Somodevilla Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, gerði aukin umsvif Kínverja að umtalsefni við upphaf leiðtogafundar NATO í Brussel í dag. Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna. Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hafa undanfarið gengið hart fram gegn Kínverjum, síðast þegar þeir sömdu um að mynda sérstakt bandalag gegn uppbyggingu þeirra í þróunarríkjum. Þrátt fyrir þessa auknu spennu fullyrti Stoltenberg að hér færi ekki í hönd nýtt kalt stríð. „Kína er ekki andstæðingur okkar og ekki vinur okkar,“ sagði framkvæmdastjórinn. Engu að síðu telur Stoltenberg ástæðu til þess að ríki NATO séu samtaka í að takast á við uppgang Kína á veraldarvísu, enda feli það í sér áskoranir fyrir öryggi Vesturlandabúa. Stoltenberg gagnrýndi Kínverja meðal annars fyrir meðferð þeirra á persónuupplýsingum fengnum úr snjallsímum fólks, sem hann sagði notaðar til að hafa eftirlit með fólki. Kumpánlegur Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands og Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands á NATO-fundi.TCCB/Murat Cetinmuhurdar/Anadolu Agency í gegnum Getty Images Lítil ríkjabandalög ráða ekki lengur öllu Kínverjar hafa svarað árásum vestrænu leiðtoganna með því að saka þá um skrumskælingu staðreynda og haldlausar ásakanir í sinn garð. „Hættið að rægja Kína, hættið að skipta ykkur af okkar innlendu málefnum og hættið að skaða hagsmuni Kínverja,“ sagði talsmaður kínverska sendiráðsins í Lundúnum. Eftir að leiðtogar G7 ríkjanna tilkynntu um sitt sérstaka bandalag gegn Kína, sendi talsmaðurinn þeim pillu. „Sú tíð er löngu liðin að lítil ríkjabandalög hafi allar alþjóðlegar ákvarðanir í hendi sér,“ sagði talsmaðurinn. Kínverjar eru annað stærsta hagkerfi heims á eftir Bandaríkjunum. Á meðal G7-ríkjanna eru töluvert minni hagkerfi þótt stór séu, sem sagt Bretland, Þýskaland, Japan, Frakkland, Kanada og Ítalía auk Bandaríkjanna.
Kína NATO Tengdar fréttir Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54 G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Segja Kínverja hafa skapað „dystópískt helvíti“ í Xinjiang Mannréttindasamtökin Amnesty International saka kínversk stjórnvöld um glæpi gegn mannkyninu með meðferð sinni á úígúrum í Xinjiang-héraði. Framkvæmdastjóri samtakanna segir kommúnistastjórnina hafa skapað „dystópískt helvíti af gífurlegri stærðargráðu“. 10. júní 2021 15:54
G7 ríkin mynda bandalag gegn Kína Leiðtogar G7 ríkjanna hafa samþykkt áætlun um að fara í aukna uppbyggingu innviða í þróunarríkjum til þess að stemma stigu við vaxandi áhrif Kína í þróunarríkjum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði þetta til og ber verkefnið yfirskriftina „Byggjum aftur betri heim“ eða Build Back Better World upp á ensku. 12. júní 2021 13:03