Fótbolti

Jóhannes rekinn frá Start

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Harðarson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Start.
Jóhannes Harðarson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá Start. ikstart.no

Jóhannes Harðarson hefur verið látinn taka pokann sinn hjá norska félaginu Start en norskir miðlar segja frá þessu.

Forráðamenn Start ákváðu að reka íslenska þjálfarann þrátt fyrir að það séu aðeins búnar fimm umferðir af tímabilinu og Start er aðeins sex stigum frá toppsæti norsku b-deildarinnar.

Hinn 44 ára gamli Jóhannes hefur þjálfað Start liði frá árinu 2019 en hann áður aðstoðarþjálfari í tvö ár og var einnig leikmaður félagsins frá 2004 til 2008.

Aðstoðarmaður hans, Mattias Anderson, er líka búinn að missa starfið sitt.

Start í sjöunda sæti norsku b-deildarinnar en liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta haust.

Start hefur unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Markatalan er eitt mark í mínus eða 7-8. Liðið tapaði 2-0 á móti Åsane á laugardaginn sem reyndist vera síðasti leikur þess undir stjórn Jóhannesar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×