Bjóst ekki við að ná þessu í dag eftir að hafa slitið krossband þrisvar Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 09:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk góðan stuðning úr stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn og vonast eftir enn fleira fólki í dag. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar sinn 80. A-landsleik á Laugardalsvelli í dag þegar Ísland leikur seinni vináttulandsleik sinn við Írland. Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira