Bjóst ekki við að ná þessu í dag eftir að hafa slitið krossband þrisvar Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 09:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk góðan stuðning úr stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn og vonast eftir enn fleira fólki í dag. vísir/hulda margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar sinn 80. A-landsleik á Laugardalsvelli í dag þegar Ísland leikur seinni vináttulandsleik sinn við Írland. Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu síðustu ár og nú er komið að tímamótaleik hjá þessum 32 ára gamla, orkumikla miðjumanni sem vel má sjá fyrir sér að komist á endanum í hundrað leikja klúbbinn: „Ég er ekki með neina tölu í huga. Fyrir mér er bara stórt skref að ná 80 leikjum. Ég bjóst ekki við því þegar ég var yngri og eftir að hafa slitið krossband í hné þrisvar sinnum þá er þetta algjör draumur. Ég tek bara einn leik fyrir í einu, það er heiður fyrir mig að spila með landsliðinu og ég ætla að njóta þess á meðan að ég get,“ segir Gunnhildur sem sleit krossband í þriðja sinn sumarið 2013, rétt fyrir EM, og missti því af mótinu. Klippa: Gunnhildur Yrsa fyrir 80. landsleikinn Hennar fyrsta stórmót var EM 2017 og nú má segja að undirbúningurinn sé hafinn fyrir EM 2022 þar sem Ísland á öruggt sæti. Það mót átti reyndar að fara fram í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu mótsleikir Íslands eru því í undankeppni HM í haust, þar sem fyrsti andstæðingur er Evrópumeistaralið Hollands í september. „Auðvitað er EM alltaf á bakvið eyrað en fyrst og fremst einbeitum við okkur að undankeppni HM sem er að byrja í september. Það eru svolítið skrýtnir tímar að vera að byrja undankeppni HM áður en við spilum EM en við vitum af því og einbeitum okkur að hverjum leik fyrir sig. En auðvitað er maður spenntur fyrir EM,“ segir Gunnhildur. Training in the Reykjavík sun just brings out the smiles. #dóttir pic.twitter.com/bhKg3UiONM— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 14, 2021 Gunnhildur Yrsa skoraði eitt marka Íslands í 3-2 sigrinum gegn Írum á föstudag, með fyrirliðabandið og full sjálfstrausts eftir góða byrjun á tímabilinu í Bandaríkjunum. Þar leikur Gunnhildur með Orlando Pride sem er á toppi bandarísku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir. Hún kveðst ánægð með leikinn á föstudaginn og segir dýrmætt að fá þessa leiki við Íra. „Það er mjög mikilvægt að fá leiki og tíma saman. Við erum með nýjan þjálfara og, þannig séð, nokkrar nýjar í liðinu. Hver leikur er því mikilvægur til að búa til leikkerfi sem við viljum spila og mynda samband inni á vellinum,“ segir Gunnhildur. Klippa: Ísland - Írland 3-2 „Ég var ánægð með okkar leik á föstudaginn. Við lögðum upp með ákveðna hluti og mér fannst við heilt yfir ná þeim vel. Auðvitað eru hlutir sem við þurfum að bæta og erum enn að vinna í. Pressan okkar var ágæt og við vildum halda í boltann eins mikið og við gátum, og reyndum það. Auðvitað var skellur að fá á sig mark þarna í lokin en við þurfum bara að vinna úr því. Ég held að þetta gæti orðið mjög svipaður leikur og á föstudaginn. Vonandi spilar vindurinn ekki eins mikið hlutverk. Bæði lið eru bara að hugsa um sig og að bæta sinn leik, og ég mæli með að allir mæti á völlinn og sjái góðan leik,“ segir Gunnhildur um leikinn í dag. Leikur Íslands og Írlands hefst kl. 17 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira