Entertainment Tonight greinir nú frá því að Banes hafi látist af völdum þeirra áverka sem hún hlaut í slysinu.
Talskona Banes staðfestir andlát Banes og segir hana hafa verið stórkostlega konu, vinalega og hafi ávallt gefið mikið af sér. Þá hafi hún verið mikil fjölskyldukona og sannur vinur vina sinna.
Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að sá sem ók á Banes hafi sjálfur flúið vettvang eftir slysið og sé enn ófundinn. Banes var flutt á Mount Sinai Morningside sjúkrahúsið þar sem henni var haldið sofand, en hún lést svo í gær.
Banes fór með hlutverk móður konunnar sem hvarf í myndinni Gone Girl frá árinu 2014. Myndin var í leikstjórn David Fincher og skartaði þeim Ben Affleck og Rosamund Pike í aðalhlutverkum.
Á leiklistarferli sínum fór Banes einnig með hlutverk í myndunum A Cure for Wellness og Cocktail og sjónvarpsþáttum á borð við Six Feet Under, Nashville, Boston Legal, NYPD Blue, Royal Pains og Them.
Banes var ættuð frá Chicago og lætur eftir sig eiginkonuna Kathryn Kranhold.