FH dróst gegn Sligo Rovers og Stjarnan gegn Bohemians. Breiðablik mætir Racing Union Luxemborg. Alls voru 66 lið í pottinum þegar dregið var í hádeginu.
Fyrri leikirnir í 1. umferðinni fara fram 8. júlí og seinni leikirnir þann fimmtánda. FH-ingar og Stjörnumenn byrja á útivelli en Blikar á heimavelli.
Sambandsdeildin er ný Evrópukeppni og þrjú lið taka þátt á fyrsta tímabilinu í sögu hennar.
Á síðasta tímabili endaði Sligo Rovers í 2. sæti írsku úrvalsdeildarinnar en Bohemians í því fjórða. Racing Union Luxemborg lenti í 4. sæti deildarinnar í Lúxemborg.