Næstráðandi hættir vegna örlagaríks golfhrings Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 13:29 Mike Rouleau (lengst til vinstri) segir að hann einn eigi að vera dreginn til ábyrgðar vegna golfhringsins. Getty Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring. Kanada Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring.
Kanada Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Kölluðu til sérsveit vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira