Næstráðandi hættir vegna örlagaríks golfhrings Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2021 13:29 Mike Rouleau (lengst til vinstri) segir að hann einn eigi að vera dreginn til ábyrgðar vegna golfhringsins. Getty Næstráðandi innan kanadíska hersins, undirhershöfðinginn Mike Rouleau, hefur ákveðið að láta af störfum eftir að hann spilaði golf með fyrrverandi yfirmanni kanadíska hersins sem nú sætir rannsókn vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring. Kanada Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Kólnar þegar líður á vikuna Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Rouleau segist hafa boðið Jonathan Vance í golf til að tryggja að hann „væri við góða heilsu“. Í stöðu sinni sem næstráðandi var Rouleau yfirmaður allra þeirra sem nú rannsaka mál Vance. Í BBC segir að Rouleau fullyrði að þeir Vance hafi ekki rætt smáatriði sem varða rannsóknina. Vance hætti sem yfirmaður kanadíska hersins í janúar og hefur hafnað öllum þeim ásökunum sem hafa beinst gegn honum. Tvær konur í hernum, þeirra á meðal Kellie Brennan majór, hafa sakað Vance um kynferðislegt misferli. Rannsóknarnefnd hersins rannsakar hún hvort að samband þeirra Vance og Brennan hafi brotið gegn reglum hersins, en Brennan segir Vance vera föður tveggja barna sinna og að hann hafi neitað að greiða framfærslu. Þá hefur önnur kona sakað Vance um að hafa sent sér óumbeðin skilaboð af kynferðislegum toga. Fréttir af golfhring þeirra Vance og Rouleau rötuðu í kanadíska fjölmiðla um síðustu helgi, en þeir tóku hring í höfuðborginni Ottawa þann 2. júní ásamt Craig Baines, yfirmanni kanadíska sjóhersins. Baines hefur yfirlýsingu beðist afsökunar á því að hafa spilað golf með þeim Vance og Rouleau, en Rouleau segir að einungis eigi að draga hann til ábyrgðar vegna málsins. Fyrr í vikunni sagði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada, að þeir Rouleau og Baines yrðu að svara fyrir umræddan golfhring.
Kanada Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Fleiri fréttir Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Kólnar þegar líður á vikuna Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira