Höfuðverkurinn varðandi íslenska markið: Fyrri hluti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 12:01 Rúnar Alex Rúnarsson í 2-1 tapi Íslands gegn Mexíkó á dögunum. Matthew Pearce/Getty Images Hannes Þór Halldórsson hefur verið mark íslenska karlalandsliðsins undanfarin ár. Hann fór með liðinu á Evrópumótið í Frakklandi, heimsmeistaramótið í Rússlandi og er mögulega besti landsliðsmarkvörður sem Ísland hefur átt. Eftir 76 A-landsleiki, tvö stórmót og minningar sem munu lifa að eilífu virðist þó sem hinn 37 ára gamli Hannes Þór gæti verið að missa sætið sitt sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Hannes Þór var ekki í landsliðshópnum sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og gaf það til kynna að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ætlaði í aðra átt er kemur að markvörðum íslenska landsliðsins. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu sig með prýði í leikjunum þremur sem Ísland lék nýverið. Þá er að koma upp mjög áhugaverð kynslóð af ungum og efnilegum markvörðum hér á landi. Rúnar Alex er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki. Arnar Þór gaf honum tækifæri í markinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í vor. Þar átti Rúnar Alex fínan leik, það er þangað til hann fékk á sig mark beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Rúnar Alex í 2-1 tapinu gegn Mexíkó.Matthew Pearce/Getty Images Hann stóð sig hins vegar með prýði gegn Mexíkó sem og hálfleikinn sem hann spilaði gegn Póllandi. Sömu sögu er að segja um hinn 31 árs gamla Ögmund sem hélt hreinu gegn Færeyjum og spilaði mjög vel gegn Póllandi þrátt fyrir að meiðast snemma í síðari hálfleik. Ögmundur hefur spilað 19 A-landsleiki og er talsvert nær hinum hefðbundna A-landsliðsmarkverði í aldri en meðalaldur markvarða á EM í ár er til að mynda 31 árs. Ögmundur er einnig töluvert „íslenskari“ ef svo má að orði komast en Rúnar Alex. Sá síðarnefndi er frábær í fótunum og gefur íslenska liðinu nýja vídd hvað það varðar. Ögmundur er hins vegar 1.93 metrar á hæð og talsvert stærri skrokkur en Rúnar sem er „aðeins“ 1.86 metrar á hæð. Ögmundur í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi nýverið.Boris Streubel/Getty Images Þeirra helsta vandamál er skortur á leikjum með félagsliði. Rúnar Alex er á mála hjá enska liðinu Arsenal og spilaði aðeins sex leiki á þessari leiktíð. Ögmundur er í sömu stöðu hjá gríska stórliðinu Olympiacos. Hann spilaði aðeins þrjá leiki á nýfastaðinni leiktíð. Ef annar þeirra kemur sér til liðs þar sem hann fær að spila í hverri viku er næsta augljóst að Arnar Þór hefur fundið manninn sem mun standa á milli stanganna í íslenska markinu næstu misserin. Hvað varðar kynslóðina á eftir þeim tveimur þá er Ísland ekki á flæðiskeri statt. Patrik Sigurður Gunnarsson átti frábært tímabil með Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni þar sem hann tapaði varla leik og fékk varla á sig mark. Þó Patrik Sigurður hafi spilað í dönsku B-deildinni síðasta vetur er hann samningsbundinn Brentford sem mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er aðeins tvítugur að aldri og á að baki 12 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann var til tals á Vísi fyrir átök U-21 árs landsliðins á lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Elías Rafn Ólafsson er svo 21 árs markvörður sem spilaði með Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð en er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Elías Rafn er 2.01 metrar á hæð og mjög frambærilegur markvörður. Aðrir sem gætu bankað á dyrnar Ef það er ekki nóg þá eru Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson líklegir til að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu á næstu árum. Það er því ljóst að ef þessir ungu menn halda rétt á spilunum þá verður íslenska karlalandsliðið í frábærum málum er kemur að stöðu markvarðar næsta áratuginn eða svo. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Síðari hluti pistilsins birtist síðar í dag, þar verður farið yfir stöðuna hjá A-landsliði kvenna, það gæti einnig verið á leið í svipaðar breytingar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30 Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45 Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Sjá meira
Eftir 76 A-landsleiki, tvö stórmót og minningar sem munu lifa að eilífu virðist þó sem hinn 37 ára gamli Hannes Þór gæti verið að missa sætið sitt sem aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Hannes Þór ver vítaspyrnu Lionel Messi á HM í Rússlandi sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Hannes Þór var ekki í landsliðshópnum sem mætti Mexíkó, Færeyjum og Póllandi og gaf það til kynna að Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ætlaði í aðra átt er kemur að markvörðum íslenska landsliðsins. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson stóðu sig með prýði í leikjunum þremur sem Ísland lék nýverið. Þá er að koma upp mjög áhugaverð kynslóð af ungum og efnilegum markvörðum hér á landi. Rúnar Alex er 26 ára gamall og hefur spilað 10 A-landsleiki. Arnar Þór gaf honum tækifæri í markinu gegn Liechtenstein í undankeppni HM í vor. Þar átti Rúnar Alex fínan leik, það er þangað til hann fékk á sig mark beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Rúnar Alex í 2-1 tapinu gegn Mexíkó.Matthew Pearce/Getty Images Hann stóð sig hins vegar með prýði gegn Mexíkó sem og hálfleikinn sem hann spilaði gegn Póllandi. Sömu sögu er að segja um hinn 31 árs gamla Ögmund sem hélt hreinu gegn Færeyjum og spilaði mjög vel gegn Póllandi þrátt fyrir að meiðast snemma í síðari hálfleik. Ögmundur hefur spilað 19 A-landsleiki og er talsvert nær hinum hefðbundna A-landsliðsmarkverði í aldri en meðalaldur markvarða á EM í ár er til að mynda 31 árs. Ögmundur er einnig töluvert „íslenskari“ ef svo má að orði komast en Rúnar Alex. Sá síðarnefndi er frábær í fótunum og gefur íslenska liðinu nýja vídd hvað það varðar. Ögmundur er hins vegar 1.93 metrar á hæð og talsvert stærri skrokkur en Rúnar sem er „aðeins“ 1.86 metrar á hæð. Ögmundur í 2-2 jafnteflinu gegn Póllandi nýverið.Boris Streubel/Getty Images Þeirra helsta vandamál er skortur á leikjum með félagsliði. Rúnar Alex er á mála hjá enska liðinu Arsenal og spilaði aðeins sex leiki á þessari leiktíð. Ögmundur er í sömu stöðu hjá gríska stórliðinu Olympiacos. Hann spilaði aðeins þrjá leiki á nýfastaðinni leiktíð. Ef annar þeirra kemur sér til liðs þar sem hann fær að spila í hverri viku er næsta augljóst að Arnar Þór hefur fundið manninn sem mun standa á milli stanganna í íslenska markinu næstu misserin. Hvað varðar kynslóðina á eftir þeim tveimur þá er Ísland ekki á flæðiskeri statt. Patrik Sigurður Gunnarsson átti frábært tímabil með Viborg og Silkeborg í dönsku B-deildinni þar sem hann tapaði varla leik og fékk varla á sig mark. Þó Patrik Sigurður hafi spilað í dönsku B-deildinni síðasta vetur er hann samningsbundinn Brentford sem mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Hann er aðeins tvítugur að aldri og á að baki 12 leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann var til tals á Vísi fyrir átök U-21 árs landsliðins á lokakeppni EM fyrr á þessu ári. Elías Rafn Ólafsson er svo 21 árs markvörður sem spilaði með Fredericia í dönsku B-deildinni á síðustu leiktíð en er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland. Elías Rafn er 2.01 metrar á hæð og mjög frambærilegur markvörður. Aðrir sem gætu bankað á dyrnar Ef það er ekki nóg þá eru Jökull Andrésson og Hákon Rafn Valdimarsson líklegir til að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu á næstu árum. Það er því ljóst að ef þessir ungu menn halda rétt á spilunum þá verður íslenska karlalandsliðið í frábærum málum er kemur að stöðu markvarðar næsta áratuginn eða svo. Taka skal fram að pistillinn hér að ofan er aðeins skoðun blaðamanns en ekki íþróttadeildar Vísis í heild. Síðari hluti pistilsins birtist síðar í dag, þar verður farið yfir stöðuna hjá A-landsliði kvenna, það gæti einnig verið á leið í svipaðar breytingar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30 Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45 Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00 Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Mexíkó - Ísland 2-1 | Hirving Lozano hetja Mexíkó Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði 2-1 fyrir Mexíkó er liðin mættust í vináttulandsleik í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Birkir Már Sævarsson skoraði mark Íslands snemma leiks en Mexíkó svaraði með tveimur mörkum í síðari hálfleik. 30. maí 2021 03:30
Umfjöllun: Færeyjar - Ísland 0-1 | Mikael tryggði Íslendingum sigur í Þórshöfn Fyrsta landsliðsmark Mikaels Neville Andersson tryggði Íslandi sigur á Færeyjum, 1-0, í vináttulandsleik á nýuppgerðum Tórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyinga í kvöld. 4. júní 2021 20:45
Umfjöllun og myndir: Pólland - Ísland 2-2 | Svekkjandi niðurstaða í frábærum leik Ísland var hársbreidd frá því að landa sínum fyrsta sigri gegn Póllandi í A-landsliðum karla í knattspyrnu er liðin gerðu 2-2 jafntefli í dag. Tvívegis komst Ísland yfir en í bæði skiptin komu heimamenn til baka. 8. júní 2021 18:00