Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2021 07:01 Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri á Skotum. Það síðara var einkar glæsilegt. EPA-EFE/Petr Josek Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira
5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Tiger syrgir móður sína Golf „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Fleiri fréttir Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Sjá meira