Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að maðurinn hafi sjálfur losað sig undan bílnum áður en lögreglu og sjúkraflutningamenn bar að garði.
Þá voru meiðsli mannsins ekki jafn alvarleg og talið hafði verið í fyrstu.