Sjáðu mörkin þegar Belgar kláruðu Dani á Parken Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2021 18:05 Kevin De Bruyne fagnar marki sínu í dag. Stuart Franklin/Getty Images Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. Það tók Dani innan við tvær mínútur að brjóta ísinn. Pierre-Emile Hojbjerg stal þá boltanum á hættulegum stað. Hojbjerg kom boltanum á Youssuf Poulsen sem setti hnitmiðað skot í fjærhornið sem Thibaut Courtois réð ekki við. Eins og flesti vita eru Danir án Christian Eriksen sem lenti í hræðilegu atviki í leik liðsins gegn Finnum síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var gert hlé á Parken og leikmenn, þjálfarar og viðstaddir áhorfendur stóðu upp og klöppuðu fyrir Eriksen og sendu honum baráttukveðjur. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Á 55.mínútu stal Romelu Lukaku boltanum á vallarhelmingi Dana. Lukaku þaut fram og kom boltanum á Kevin De Bruyne sem framlengdi honum á Thorgan Hazard sem var einn fyrir opnu marki og eftirleikurinn auðveldur. Kevin De Bruyne, sem hafði misst af fyrsta leik Belga og kom inn á sem varamaður í hálfleik, var ekki hættur að sýna snilli sína. Á 71.mínútu kom Youri Tielemans boltanum á Thorgan Hazard sem fann bróðir sinn Eden Hazard. Hann kom boltanum út til vinstra þar sem De Bruyne mætti á ferðinni og hamraði boltann í nærhornið. Danir gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og það voru því Belgar sem lönduðu góðum 2-1 sigri. Belgar eru því með sex stig eftir tvo leiki, en Danir enn stigalausir og það stefnir í það að þeir séu á heimleið. Þetta er í fyrsta skipti sem Belgar vinna fyrstu tvo leiki sína á Evrópumóti. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Danir þurftu á sigri að halda þegar Belgar mættu í heimsókn á Parken í Kaupmannahöfn á Evrópumótinu í knattspyrnu í dag. Danir byrjuðu með látum en innkoma Kevin De Bruyne skilaði Belgum 2-1 sigri. Það tók Dani innan við tvær mínútur að brjóta ísinn. Pierre-Emile Hojbjerg stal þá boltanum á hættulegum stað. Hojbjerg kom boltanum á Youssuf Poulsen sem setti hnitmiðað skot í fjærhornið sem Thibaut Courtois réð ekki við. Eins og flesti vita eru Danir án Christian Eriksen sem lenti í hræðilegu atviki í leik liðsins gegn Finnum síðastliðinn laugardag og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum var gert hlé á Parken og leikmenn, þjálfarar og viðstaddir áhorfendur stóðu upp og klöppuðu fyrir Eriksen og sendu honum baráttukveðjur. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Á 55.mínútu stal Romelu Lukaku boltanum á vallarhelmingi Dana. Lukaku þaut fram og kom boltanum á Kevin De Bruyne sem framlengdi honum á Thorgan Hazard sem var einn fyrir opnu marki og eftirleikurinn auðveldur. Kevin De Bruyne, sem hafði misst af fyrsta leik Belga og kom inn á sem varamaður í hálfleik, var ekki hættur að sýna snilli sína. Á 71.mínútu kom Youri Tielemans boltanum á Thorgan Hazard sem fann bróðir sinn Eden Hazard. Hann kom boltanum út til vinstra þar sem De Bruyne mætti á ferðinni og hamraði boltann í nærhornið. Danir gerðu hvað þeir gátu til að jafna leikinn, en allt kom fyrir ekki og það voru því Belgar sem lönduðu góðum 2-1 sigri. Belgar eru því með sex stig eftir tvo leiki, en Danir enn stigalausir og það stefnir í það að þeir séu á heimleið. Þetta er í fyrsta skipti sem Belgar vinna fyrstu tvo leiki sína á Evrópumóti. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti