Parma tilkynnti Buffon með frábæru kynningarmyndbandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2021 20:15 Buffon er kominn á heimaslóðir. Daniele Badolato/Getty Images Ítalska knattspyrnuliðið Parma staðfesti í dag að markvörðurinn Gianluigi Buffon væri kominn á heimaslóðir. Það gerði félagið með mögnuðu kynningarmyndbandi þar sem það var staðfest að „Superman“ væri kominn heim. Hinn 43 ára gamli Buffon er uppalinn hjá Parma og eftir að samningur hans við Juventus rann út fóru orðrómar á kreik um að hann gæti spilað með Parma í Serie B, næstefstu deild á Ítalíu, á næstu leiktíð. Þeir orðrómar voru staðfestir í dag er Parma tilkynnti leikmanninn með pompi og prakt. Hér að neðan má sjá frábært kynningarmyndband félagsins. Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn. Þaðan fór hann til Juventus þar sem hann bætti enn við verðlaunasafnið og þá stóð hann milli stanganna er Ítalía varð heimsmeistari árið 2006. Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum, þar af eru 657 í Serie A. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki á sínum tíma. He is back where he belongs.He is back home.#SupermanReturns @gianluigibuffon @Kyle_J_Krause @ParmaCalcio_en pic.twitter.com/bh2FO6P8YX— Parma Calcio 1913 (@1913parmacalcio) June 17, 2021 Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Hinn 43 ára gamli Buffon er uppalinn hjá Parma og eftir að samningur hans við Juventus rann út fóru orðrómar á kreik um að hann gæti spilað með Parma í Serie B, næstefstu deild á Ítalíu, á næstu leiktíð. Þeir orðrómar voru staðfestir í dag er Parma tilkynnti leikmanninn með pompi og prakt. Hér að neðan má sjá frábært kynningarmyndband félagsins. Buffon lék með Parma þegar liðið var talið eitt það áhugaverðasta á Ítalíu. Alls lék hann 168 deildarleiki með liðinu frá árinu 1995 til 2001. Með Buffon innanborðs vann liði Coppa Italia [ítalska bikarinn], Ofurbikar Ítalíu sem og UEFA-bikarinn. Þaðan fór hann til Juventus þar sem hann bætti enn við verðlaunasafnið og þá stóð hann milli stanganna er Ítalía varð heimsmeistari árið 2006. Buffon er afar reynslumikill markvörður en samkvæmt vefsíðunni Transfermarkt hefur hann spilað 930 deildar, bikar og Evrópuleiki á ferlinum, þar af eru 657 í Serie A. Þá spilaði hann 176 A-landsleiki á sínum tíma. He is back where he belongs.He is back home.#SupermanReturns @gianluigibuffon @Kyle_J_Krause @ParmaCalcio_en pic.twitter.com/bh2FO6P8YX— Parma Calcio 1913 (@1913parmacalcio) June 17, 2021 Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira