„Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 11:31 Katrín flutti ávarp á Austurvelli í dag. vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. „Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna. 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
„Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna.
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira