Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2021 19:01 Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna. Morgunathöfn hófst á Austurvelli klukkan ellefu í morgun þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Hvenær erum við Íslendingar? Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu urðum við einangruð frá umheiminum, við fundum áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ávarpi sínu í dag. Ár hvert hvílir mikil leynd yfir því hver fari með hlutverk fjallkonunnar þar til hún gengur út úr Alþingishúsinu klædd skrautbúningnum. Í ár er leikkonan Hanna María Karlsdóttir fjallkonan. Að venju var blómsveigur lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar flutti ávarp. Klukkan tvö var Ólöf Nordal, myndlistarkona útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða. Þá voru fjórtán Íslendingar sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum.. Þeirra á meðal voru Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri. Hátíðarhöld voru hófleg um land allt vegna samkomutakmarkana. Fjölskylduskemmtun var í Lystigarðinum í Hveragerði þar sem íbúar prufuðu Zipline í rigningunni. Mikið fjör var á Klambratúni þar sem sirkusfólk lék listir sínar og fólk brast í dans, eins og sjá má hér að neðan. 17. júní Hveragerði Reykjavík Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Morgunathöfn hófst á Austurvelli klukkan ellefu í morgun þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Hvenær erum við Íslendingar? Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu urðum við einangruð frá umheiminum, við fundum áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ávarpi sínu í dag. Ár hvert hvílir mikil leynd yfir því hver fari með hlutverk fjallkonunnar þar til hún gengur út úr Alþingishúsinu klædd skrautbúningnum. Í ár er leikkonan Hanna María Karlsdóttir fjallkonan. Að venju var blómsveigur lagður við leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur í Hólavallakirkjugarði þar sem forseti borgarstjórnar flutti ávarp. Klukkan tvö var Ólöf Nordal, myndlistarkona útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða. Þá voru fjórtán Íslendingar sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum.. Þeirra á meðal voru Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri. Hátíðarhöld voru hófleg um land allt vegna samkomutakmarkana. Fjölskylduskemmtun var í Lystigarðinum í Hveragerði þar sem íbúar prufuðu Zipline í rigningunni. Mikið fjör var á Klambratúni þar sem sirkusfólk lék listir sínar og fólk brast í dans, eins og sjá má hér að neðan.
17. júní Hveragerði Reykjavík Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira