„Næsti Zlatan“ loks að standa undir nafni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 11:00 Alexander Isak var nálægt því að tryggja Svíum óvæntan sigur á Spáni í fyrstu umferð. EPA-EFE/Jose Manuel Vida Alexander Isak er nafn sem flest þeirra sem fylgjast vel með fótbolta hafa heyrt um. Um er að ræða sænskan framherja sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimović“ enda eiga þar margt sameiginlegt. Þeir eru sænskir en foreldrar þeirra eru innflytjendur, þrátt fyrir að vera mjög hávaxnir eru þeir mjög lunknir með boltann og svo eru þeir einfaldlega rosalega góðir í fótbolta. Isak er aðeins 21 árs, fæddur í Solna í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Eritríu. AIK sá fljótt hvað í honum bjó og spilaði hann með yngri liðum liðsins þangað til hann var 16 ára gamall, þá fékk hann tækifæri í aðalliðinu. Sóknarmaðurinn var því aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og til að auka pressuna þá skoraði hann að sjálfsögðu. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann setti sama met með sænska landsliðinu þegar hann skoraði í 6-0 sigri á Slóvakíu - mótherjum Svíþjóðar á EM í dag - þann 12. janúar 2017. Alls spilaði Alexander Isak 24 leiki fyrir AIK og skoraði 10 mörk. Leikirnir urðu ekki fleiri því skömmu eftir að hann skoraði fyrir sænska landsliðið var hann keyptur til Borussia Dortmund fyrir tæplega níu milljónir evra. Michy Batshuayi og Alexander Isak fagna sigri í Evrópudeildinni er þeir voru báðir á mála hjá Dortmund. Hvorugur er þar í dag.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Aldrei hefur sænskt lið selt leikmann fyrir jafn háa upphæð. Isak náði hins vegar aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Þýskalandi. Hann spilaði mest fyrir varalið félagsins og var á endanum lánaður til Willem II í Hollandi. Þar gekk allt upp og framherjinn gat ekki hætt að skora. Hann skoraði í fyrstu 12 leikjunum sínum og endaði með 13 mörk í 16 leikjum fyrir félagið. Dortmund hafði hins vegar ekki lengur not fyrir hann og seldi hann til Real Sociedad sumarið 2019. Isak var því ekki orðinn tvítugur og var að fara spila fyrir fjórða félagið á ferlinum, í fjórða landinu. Þó það hafi gengið upp og ofan hjá Sociedad þá hefur Isak sýnt snilligáfu sína hér og þar. Hann hjálpaði Sociedad að vinna spænska Konungsbikarinn á síðustu leiktíð og þá skoraði hann þrennu í 4-0 sigri á Deportivo Alavés í febrúar á þessu ári. Chelsea 'to rival' Arsenal for Sweden star Alexander Isakhttps://t.co/RJmGrlVrLj pic.twitter.com/O6bwQJXj3u— Mirror Football (@MirrorFootball) June 18, 2021 Svo vel hefur gengið með Sociedad undanfarið að nú er Isak orðaður við enn eitt landið, England. Talið er að bæði Chelsea og Arsenal íhugi nú tilboð í kappann. Eflaust hefur Isak verið spenntur að vera á leiðinni á Evrópumótið með Zlatan sjálfur en sá síðarnefndi meiddist skömmu fyrir mót og er því ekki með sænska landsliðinu. Það kom ekki að sök í fyrsta leik gegn Spáni en Isak var mjög nálægt því að stela fyrirsögnunum. Alexander Isak shows his class before hitting post #EURO2020 pic.twitter.com/6X5ZR1Hfjt— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 14, 2021 Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en á öðrum degi hefði Svíþjóð unnið þökk sé snilligáfu framherjans unga. Hann átti skot sem Spánverjar björguðu á línu – og fór þaðan í stöngina og í hendurnar á Unai Simon markverði. Þá prjónaði hann sig í gegnum fjóra varnarmenn Spánar og gaf boltann á Marcus Berg sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið þegar það var auðveldara að renna boltanum í netið. Reikna má með að Isak haldi sæti sínu í byrjunarliði Svía en þeir mæta Slóvakíu á St. Pétursburg-vellinum í Rússlandi klukkan 13.00 í dag. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Þeir eru sænskir en foreldrar þeirra eru innflytjendur, þrátt fyrir að vera mjög hávaxnir eru þeir mjög lunknir með boltann og svo eru þeir einfaldlega rosalega góðir í fótbolta. Isak er aðeins 21 árs, fæddur í Solna í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Eritríu. AIK sá fljótt hvað í honum bjó og spilaði hann með yngri liðum liðsins þangað til hann var 16 ára gamall, þá fékk hann tækifæri í aðalliðinu. Sóknarmaðurinn var því aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og til að auka pressuna þá skoraði hann að sjálfsögðu. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann setti sama met með sænska landsliðinu þegar hann skoraði í 6-0 sigri á Slóvakíu - mótherjum Svíþjóðar á EM í dag - þann 12. janúar 2017. Alls spilaði Alexander Isak 24 leiki fyrir AIK og skoraði 10 mörk. Leikirnir urðu ekki fleiri því skömmu eftir að hann skoraði fyrir sænska landsliðið var hann keyptur til Borussia Dortmund fyrir tæplega níu milljónir evra. Michy Batshuayi og Alexander Isak fagna sigri í Evrópudeildinni er þeir voru báðir á mála hjá Dortmund. Hvorugur er þar í dag.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Aldrei hefur sænskt lið selt leikmann fyrir jafn háa upphæð. Isak náði hins vegar aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Þýskalandi. Hann spilaði mest fyrir varalið félagsins og var á endanum lánaður til Willem II í Hollandi. Þar gekk allt upp og framherjinn gat ekki hætt að skora. Hann skoraði í fyrstu 12 leikjunum sínum og endaði með 13 mörk í 16 leikjum fyrir félagið. Dortmund hafði hins vegar ekki lengur not fyrir hann og seldi hann til Real Sociedad sumarið 2019. Isak var því ekki orðinn tvítugur og var að fara spila fyrir fjórða félagið á ferlinum, í fjórða landinu. Þó það hafi gengið upp og ofan hjá Sociedad þá hefur Isak sýnt snilligáfu sína hér og þar. Hann hjálpaði Sociedad að vinna spænska Konungsbikarinn á síðustu leiktíð og þá skoraði hann þrennu í 4-0 sigri á Deportivo Alavés í febrúar á þessu ári. Chelsea 'to rival' Arsenal for Sweden star Alexander Isakhttps://t.co/RJmGrlVrLj pic.twitter.com/O6bwQJXj3u— Mirror Football (@MirrorFootball) June 18, 2021 Svo vel hefur gengið með Sociedad undanfarið að nú er Isak orðaður við enn eitt landið, England. Talið er að bæði Chelsea og Arsenal íhugi nú tilboð í kappann. Eflaust hefur Isak verið spenntur að vera á leiðinni á Evrópumótið með Zlatan sjálfur en sá síðarnefndi meiddist skömmu fyrir mót og er því ekki með sænska landsliðinu. Það kom ekki að sök í fyrsta leik gegn Spáni en Isak var mjög nálægt því að stela fyrirsögnunum. Alexander Isak shows his class before hitting post #EURO2020 pic.twitter.com/6X5ZR1Hfjt— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 14, 2021 Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en á öðrum degi hefði Svíþjóð unnið þökk sé snilligáfu framherjans unga. Hann átti skot sem Spánverjar björguðu á línu – og fór þaðan í stöngina og í hendurnar á Unai Simon markverði. Þá prjónaði hann sig í gegnum fjóra varnarmenn Spánar og gaf boltann á Marcus Berg sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið þegar það var auðveldara að renna boltanum í netið. Reikna má með að Isak haldi sæti sínu í byrjunarliði Svía en þeir mæta Slóvakíu á St. Pétursburg-vellinum í Rússlandi klukkan 13.00 í dag. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn