Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Valsmenn mæta til leiks með þriggja marka forskot frá því í fyrri leiknum við Hauka. Vísir/Elín Björg Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti