Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Stúlkurnar fóru út á vatnið snemma í morgun á uppblásnum bát, sem fylltist af vatni. Vísir/Vilhelm Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.” Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn upp úr klukkan sjö í morgun eftir að Neyðarlínu barst tilkynning um þrjár stúlkur á bát í Þingvallavatni. Um var að ræða uppblásinn bát sem var tekinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum aftur að landi. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, voru kallaðar út auk sjúkraflutningamanna frá Suðurlandi og Reykjavík, og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stúlkurnar komust í land að sjálfsdáðum um klukkan átta í morgun en voru kaldar, blautar og hraktar. „Þetta er einhver hegðun gesta sem er kannski ekki alveg í samræmi við þær hættur sem Þingvallavatn býður upp á,” segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir að þó vatnið líti út fyrir að vera saklaust – þá sé það í raun mjög hættulegt. „Þingvallavatn er stórhættulegt vatn, hvort sem er um vetur eða sumar. Þó það sé hlýtt úti þá er Þingvallavatn bara mjög kalt vatn og menn eiga að taka það alvarlega að fara þar út í,” segir hann. Vatnið sé ískalt, sem geti reynst þeim sem ekki gæta sín afdrifaríkt. Hann þakkar fyrir að ekki hafi farið verr. „Það er sannarlega fyrst og fremst kuldinn. Eins er þarna misdýpi sem til dæmis veiðimenn þekkja. Fólk getur stigð til hliðar og þá er komið töluvert meira dýpi. En það er sannarlega kuldinn sem er hættulegur og það má eiginlega segja að þessi ungmenni eru heppin að það var ekki meiri vindur. Það var mikil stilla í morgun en ef það hefði verið norðanátt þá hefðu þau bara farið út á vatn og þá hefði verið alveg ljóst að það hefði getað farið mun verr. Ég held þau séu bara heppin að vera á lífi og við erum þakklát fyrir það.”
Björgunarsveitir Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira